Andri Snær Magnason og Lani Yamamoto tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna í dag.

26. mars, 2014

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna.

Dómnefndin kynnti þau 13 verk sem tilnefnd eru til nýstofnaðra Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á alþjóðlegu barnabókamessunni í Bologna. Ákvörðunin um að stofna til verðlaunanna var tekin í fyrra af Norðurlandaráði í samstarfi við menningarmálaráðherra Norðurlanda. Þar með eru verðlaun Norðurlandaráðs orðin fimm og njóta þau öll mikillar virðingar.



Fyrir Íslands hönd hlutu tilnefningar Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto og Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason en sagt var frá var tilnefningunum í Norræna húsinu í Reykjavík í dag.

Eftirfarandi verk eru tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014:

Danmörk

Louis Jensen og Lilian Brøgger (myndir):
Halli Hallo! Så er der nye firkantede historier (Hæ! Halló! Þá eru komnar nýjar ferkantaðar sögur)
Gyldendal 2012.

Hanne Kvist
To af alting (Tvennt af öllu) 
Gyldendal, 2013

Finnland

Annika Sandelin og Karoliina Pertamo (myndir):
Råttan Bettan och masken Baudelaire. 
Babypoesi och vilda ramsor (Rottan Bettan og maðkurinn Baudelaire. Ungbarnakveðskapur og villtar þulur)
Schildts & Söderströms 2013.

Ville Tietäväinen og Aino Tietäväinen
Vain pahaa unta (Bara vondur draumur)
WSOY 2013

Ísland


Andri Snær Magnason
Tímakistan
Mál og menning, 2013

Lani Yamamoto
Stína stórasæng
Crymogea, 2013

Noregur

Gro Dahle og Kaia Linnea Dahle Nyhus (myndir):
Krigen (Stríðið)
Cappelen Damm 2013.

Håkon Øvreås og Øyvind Torseter (myndir):
Brune
Gyldendal 2013.

Svíþjóð

Eva Lindström
Olli och Mo
Alfabeta Bokförlag 2012

Sofia Nordin
En sekund i taget (Ein sekúnda í senn)
Rabén & Sjögren 2013

Grænland

Kathrine Rosing og Nina Spore Kreutzmann (myndir)
Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfraderhúfan)
Milik Publishing 2012.

Færeyjar

Bárður Oskarsson
Flata kaninin (Flata kanínan)
Bókadeildin 2011

Samíska tungumálasvæðið

Máret Ánne Sara
Ilmmiid Gaskkas (Milli heima)
DAT 2013

Efnisvalmynd


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir