Bókasýningin í London

31. mars, 2014

Earls Court iðaði af lífi dagana 8. – 10. apríl á meðan Bókasýningin í London stóð yfir. Líkt og í fyrra, leiddu Norðurlöndin saman hesta sína og stóðu að sameiginlegum bás á Bókasýningunni í London í ár.


Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag íslenskra bókaútgefenda tóku þátt í Bókasýningunni í London sem haldin var dagana 8. – 10. apríl.

Samnorrænn sýningarbás

Líkt og í fyrra, leiddu Norðurlöndin saman hesta sína og stóðu að sameiginlegum bás á Bókasýningunni í London í ár. Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, voru þar norrænu bókmenntakynningarstofurnar Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og The Danish Arts Council í Danmörku.

Í kynningarstarfinu í London var lögð sérstök áhersla á nýjan lista Miðstöð íslenskra bókmennta yfir 20 bækur sem komu út árið 2013. Sambærilegur listi yfir bækur 2012 var gerður í fyrra og er hann að finna hér

Jón Kalman

Fjöldi spennandi viðburða í Earls Court

Sýnendur á Earls Court, sem er sýningarsvæði Bókasýningarinnar í London, eru um 1500 talsins frá öllum heimshornum og um 25.000 fagaðilar á bókasviði sækja sýninguna á ári hverju. 

Fjöldi ráðstefna, fyrirlestra og pallborðsumræða er haldinn í tengslum við sýninguna og í ár stóðu Norðurlöndin sameiginlega að umræðum um norrænar bókmenntir og bókamarkað sem kallaðist "Beyond Nordic Noir - An Overview of the Nordic Literary Market". Þar töluðu Susanne Bergström-Larsen, framkvæmdastýra sænsku bókmenntakynningarstofunnar, Kristenn Einarsson, framkvæmdastjóri félags bókaútgefenda í Noregi og Boyd Tonkin rithöfundur og blaðamaður hjá The Independent. Umræðuefnið var norrænar bókmenntir, sem á undanförnum árum hafa fengið það orð á sig að vera eingöngu glæpasögur. Staðreyndin er hins vegar önnur því norrænar fagurbókmenntir, skáldsögur og bækur almenns efnis er einnig að finna á "long" og "short" listum virtra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna. Nýleg dæmi þar um eru verk Auðar Övu Ólafsdóttur og Jóns Kalmans Stefánssonar á "longlista" bókmenntaverðlauna enska dagblaðsins The Independent fyrir bestu erlendu skáldsöguna - The Independent Foreign Fiction Prize - eins og greint var frá í fjölmiðlum. Tilkynnt var um hvaða verk urðu fyrir valinu á "stuttlista" verðlaunanna á bókasýningunni í London.




 



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir