Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar útgáfustyrkjum 2014

Meðal þeirra verka sem hljóta útgáfustyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í ár eru Saga tónlistarinnar, Kannski Reykjavík. Skipulags og byggingarsaga þess sem aldrei varð auk nýrrar útgáfu Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

2. maí, 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl.  Alls bárust að þessu sinni 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var sótt um 53 milljónir króna. 15 milljónum var úthlutað til 31 útgáfuverkefnis.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust að þessu sinni 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum og var sótt um 53 milljónir króna. 15 milljónum var úthlutað til 31 útgáfuverkefnis.

Meðal þeirra verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

§  Saga tónlistarinnar eftir Árna Heimi Ingólfsson (Útgefandi: Forlagið)
§  Hallgrímur Pétursson – Passíusálmar. Ritstj. Mörður Árnason (Útgefandi: Crymogea)
§  Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson og Lovísu Ásbjörnsdóttur (Útgefandi: Edda útgáfa)
§  Kannski Reykjavík. Skipulags og byggingarsaga þess sem aldrei varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg (Útgefandi: Crymogea)
§  Hvítur jökull, snauðir menn. Eftirlátnar eigur alþýðu í uppsveitum Borgarfjarðar á fyrri hluta 19. aldar. Már Jónsson annast útgáfu (Útgefandi: Snorrastofa)
§  Vestfjarðarit IV eftir Finnboga Jónsson. (Útgefandi: Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða)
§  Kramhúsið; Orkustöð í miðbænum  eftir Brynhildi Björnsdóttur (Útgefandi: Kramhúsið ehf.)
 

Hér má sjá yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2014.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir einnig styrki til þýðinga úr erlendum málum á íslensku og nýræktarstyrki en þeim er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra. Jafnframt veitir Miðstöð íslenskra bókmennta útgáfu- og þýðingastyrki.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir