Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum

Þýðingar á verkum Virginiu Woolf, Alice Munro, Mikhail Shishkin og Shuntaro Tanikawa eru meðal þeirra sem hljóta styrki að þessu sinni.

7. maí, 2014

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. 

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingastyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku

Virginia Woolf

Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingastyrki að þessu sinni eru:

§ To The Lighthouse  eftir Virginiu Woolf. Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Ugla
§ Dear Life eftir Alice Munro. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Forlagið
§  Bréfabókin eftir Mikhail Shishkin. Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Bjartur
§ Úrvalsljóð (vinnutitill) eftir Shuntaro Tanikawa. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: Dimma

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir