Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar þýðingastyrkjum

Þýðingar á verkum Virginiu Woolf, Alice Munro, Mikhail Shishkin og Shuntaro Tanikawa eru meðal þeirra sem hljóta styrki að þessu sinni.

7. maí, 2014

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. 

Alls bárust 29 umsóknir um þýðingastyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku

Virginia Woolf

Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingastyrki að þessu sinni eru:

§ To The Lighthouse  eftir Virginiu Woolf. Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir. Útgefandi: Ugla
§ Dear Life eftir Alice Munro. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Forlagið
§  Bréfabókin eftir Mikhail Shishkin. Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Bjartur
§ Úrvalsljóð (vinnutitill) eftir Shuntaro Tanikawa. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: Dimma

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði: 25 spennandi verk hljóta styrki - 3. maí, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað 8 millj.kr. til 25 verka árið 2024. Alls bárust 45 umsóknir og sótt var um 30,6 millj.kr.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 28 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir