Norðurlandaátak hefst 

9. maí, 2014

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Á meðal þess sem átakið felur í sér eru sérstakar kynningar í samstarfi við sendiráð Íslands á Norðurlöndum. Í dag 14. maí er kynning í Stokkhólmi.

Andri Snær Magnason og Þorgerður E. Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur og formaður dómnefndar fagurbókmennta Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ræða í dag strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum í sendiráði Íslands í Stokkhólmi og á morgun 15. maí í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn.

Árið 2015 er fyrirhugað að kynna íslenskar bókmenntir fyrir útgefendum í Finnlandi, Noregi, Grænlandi og Færeyjum í samstarfi við sendiráð Íslands í löndunum.

Andri Snær Magnason





Ennfremur verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókamessunnar í Gautaborg í Svíþjóð á næstu árum, en bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir.



 



Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir