Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2014 tilkynntir 27. maí

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita fjóra Nýræktarstyrki í ár.

23. maí, 2014 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita fjóra Nýræktarstyrki í ár. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, þriðjudaginn 27. maí kl. 16:00.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita fjóra Nýræktarstyrki í ár. Tilkynnt verður hverjir hljóta styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, þriðjudaginn 27. maí kl. 16:00.

Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda og er þar átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs, sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað. 

Nýræktarstyrkir hafa verið veittir árlega síðan 2008. Á meðal verka og höfunda sem hlotið hafa Nýræktarstyrki síðustu ár eru barnabókin Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, skáldsagan Sláttur eftir Hildi Knútsdóttur, ljóðabókin Á milli okkar allt eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur og smásagnasafnið Eldhafið yfir okkur eftir Dag Hjartarson.

Tvö verkanna sem fengu Nýræktarstyrki í fyrra eru komin út og hafa verkin og höfundar þeirra hlotið verðskuldaða athygli: 

Vince Vaughn í skýjunum eftir Halldór Armand Ásgeirsson sem kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu haustið 2013


Innvols eftir Bergþóru Einarsdóttur, Elínu Ösp Gísladóttur, Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur, Herthu Richardt Úlfarsdóttur, Kötlu Ísaksdóttur, mao, Nönnu Hlé HallGvuðs, Selmu Leifsdóttur, Valdísi Björt Guðmundsdóttur og Þórunni Þórhallsdóttur. Kom út hjá Útúr haustið 2013. 


Allar fréttir

Íslensku höfundarnir og verk þeirra fengu afar góðar viðtökur á bókamessunni í Gautaborg - 3. október, 2018 Fréttir

Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Jón Kalman Stefánsson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu þar um bækur sínar, hugmyndir og viðfangsefni og fjöldi gesta sótti viðburði þeirra.

Nánar

Allar fréttir