Fimm íslenskir höfundar á bókasýningunni í Gautaborg í ár

Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð á næstu þremur árum. 

25. júní, 2014

Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð næstu þrjú árin. 


Sem hluti af Norðurlandaátaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta verður lögð áhersla á sýnileika íslenskra höfunda og bókmennta í dagskrá bókasýningarinnar í Gautaborg í Svíþjóð á næstu þremur árum. 

Á bókasýningunni í Gautaborg í ár munu íslensku höfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl, Yrsa Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason, Sjón og Lani Yamamoto koma fram í bókmenntadagskrá og öðrum viðburðum. Sagt verður nánar frá dagskránni í Gautaborg þegar nær dregur. 

Bókasýningin í Gautaborg er stærsta bókasýning Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Íslenskur sýningarbás í Gautaborg verður í samstarfi við Íslandsstofu. Bókasýningin í Gautaborg verðu haldin dagana 25. - 28. september í ár. 

 

Andri Snær Magnason


Yrsa Sigurðardóttir

Sjon

Sjón

Lani Yamamoto

Photo: Ari Magg


Eiríkur Örn Norðdahl

Photo: Erik Brunulf




Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir