Átak í því skyni að fjölga þýðingum á norræn tungumál  

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. 

26. júní, 2014

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál.

Næstu þrjú árin stendur Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir átaki á Norðurlöndum sem miðar að því að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. 

Norðurlandaátakið hófst með velheppnuðum kynningarfundum með útgefendum og þýðendum í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í maí. Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Gunnar Gunnarsson, bauð að þessu tilefni sænskum útgefendum og þýðendum til morgunverðar á miðvikudeginum 14. maí og sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, Sturla Sigurjónsson, bauð þarlendum útgefendum og þýðendum til hádegisverðar fimmtudaginn 15. maí. 

Á fundunum komu fram rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin nýverið fyrir Tímakistuna en hann er einnig tilnefndur í ár til norrænum barna- og unglingabókaverðlaunanna.

Að auki sagði bókmenntafræðingurinn Þorgerður E. Sigurðardóttir frá helstu straumum og stefnum í íslenskum samtímabókmenntum og Þorgerður Agla Magnúsdóttur, fagstýra bókmennta og kynninga hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, kynnti starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir