Næstu umsóknarfrestir: Þýðingar á íslensku og dvalarstyrkir þýðenda

Næstu frestir til umsókna um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta renna út 1. október fyrir dvalarstyrki þýðenda og 15. nóvember fyrir styrki til þýðinga á íslensku.

18. september, 2014

Næstu frestir til umsókna um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta renna út 1. október fyrir dvalarstyrki þýðenda og 15. nóvember fyrir styrki til þýðinga á íslensku.

Næstu frestir til umsókna um styrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta renna út 1. október fyrir dvalarstyrki þýðenda og 15. nóvember fyrir styrki til þýðinga á íslensku.

Dvalarstyrkur þýðenda - 1. október

Miðstöð íslenskra bókmennta og Rithöfundasamband Íslands auglýsa til umsóknar dvalarstyrki þýðenda íslenskra bókmennta fyrir árið 2014.

Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2015. Auk ferða- og húsnæðiskostnaðar greiðist styrkur að upphæð kr. 20.000,- á viku. Umsóknir, þar sem fram kemur hvaða verk umsækjandi hefur þýtt/ætlar að þýða úr íslensku, og hvaða dvalartíma er óskað eftir, skulu berast fyrir 1. október 2014 á netfangið islit@islit.is.

Styrkir til þýðinga á íslensku – 15. nóvember

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári til þýðinga á verkum sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum.

Umsóknarfrestir eru 15. mars og 15. nóvember.

Frekari upplýsingar um styrki til þýðinga á íslensku má finna á heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir