Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutar styrkjum til þýðinga ellefu verka úr fimm tungumálum

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

11. desember, 2014

Þýðingar á verkum Arthur Rimbaud, George Orwell, Mary Wollstonecraft og Timur Vernes eru meðal þeirra sem hljóta styrki í þessari úthlutun.

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, síðari úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. nóvember sl.

Alls bárust að þessu sinni 27 umsóknir um þýðingarstyrki frá 17 aðilum og var sótt um rúmar 16 milljónir króna. Til úthlutunar voru 3 m. kr. sem var úthlutað til 11 þýðinga úr 5 tungumálum.

Meðal þeirra verka sem hlutu þýðingarstyrki í þessari úthlutun eru:

§ Er ist wieder da eftir Timur Vernes. Þýðandi Bjarni Jónsson. Útgefandi Forlagið.

§ A Vindication of the Rights of Woman by Mary Wollstonecraft. Útgefandi Hið íslenska bókmenntafélag.

§ Les Illuminations eftir Arthur Rimbaud. Þýðandi Sigurður Pálsson. Útgefandi Gallerý Brumm.

§ Meines Vater Land eftir Vibke Bruhns. Þýðandi Vilborg Auður Ísleifsdóttir. Útgefandi Salka.

§ Das Schloss eftir Franz Kafka. Þýðendur Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. Útgefandi Forlagið.

§ 1984 eftir George Orwell. Þýðandi Þórdís Bachmann. Útgefandi Ugla.

Hér er yfirlit yfir alla styrki til þýðinga á íslensku árið 2014.

Á árinu bárust samtals 56 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Úthlutað var 9 milljónum króna til 30 þýðingaverkefna í tveimur úthlutunum, mars og nóvember.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir