Fjöruverðlaunin afhent í Höfða

Bryndís Björgvinsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir handhafar verðlaunanna í ár.

26. janúar, 2015

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í 9. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, barna og unglingabóka og fræðibóka.

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða 21. janúar 2015.


Verðlaunin hlutu:

Í flokki fagurbókmennta:

Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur.


Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur


Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir


Þetta í níunda skipti sem verðlaunin eru veitt en í fyrsta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna. Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu en að þessu sinni steig frú Vigdís Finnbogadóttir á svið og afhenti verðlaunahöfum gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.
     


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir