Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2014

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði árið 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál. Íslenskar bókmenntir verða áberandi á Norðurlöndunum á árinu.

4. febrúar, 2015

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta úthlutaði árið 2014 rúmlega 200 styrkjum í átta flokkum. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál. 

Aldrei fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á erlend mál 


Eftirtektarvert er að á árinu 2014 voru 82 umsóknir frá erlendum útgefendum til afgreiðslu, þar af 21 til þýðinga á íslenskum verkum á norræn tungumál, sem er töluverð aukning. Sótt var um samtals 55.3 milljónir króna. Til úthlutunar á árinu voru 13.3 milljónir króna auk um 5 milljóna króna sem Norræna ráðherranefndin leggur til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál. 

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur á liðnu ári lagt áherslu á bókmenntakynningu á Norðurlöndunum, og verður sú áhersla áfram í starfi MÍB árin 2015 og 2016. Í ár verða íslenskar bókmenntir m.a. áberandi á bókamessunni í Gautaborg í Svíþjóð í sérstakri dagskrá undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi / Röster från Island. 

Alls voru veittir styrkir til 80 þýðinga úr íslensku á ýmis erlend tungumál og hafa styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri.

40% aukning milli ára í umsóknum um ferðastyrki höfunda


Einnig hefur orðið töluverð aukning í umsóknum um ferðastyrki höfunda á milli ára. Árið 2013 var sótt um 29 ferðastyrki fyrir íslenska höfunda til að kynna verk sín erlendis og veittir 24 styrkir. Á árinu 2014 bárust 47 umsóknir um ferðastyrki höfunda og var veittur 41 styrkur. Það er því rúmlega 40% aukning í umsóknum í þessum flokki milli ára.


Styrkir til útgáfu og þýðinga á íslensku


Á árinu barst 61 umsókn um útgáfustyrki frá 30 aðilum, að upphæð 53 milljónir króna og var 15 milljónum króna úthlutað til 31 útgáfuverkefnis. Til samanburðar má geta þess að árið 2013 bárust 115 umsóknir um útgáfustyrki að upphæð 106.7 milljónir króna, þá voru veittir 42 styrkir til útgáfu, og til úthlutunar voru samtals 20.4 milljónir króna. Alls bárust á árinu 56 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku frá 23 aðilum og var samtals sótt um 31.7 milljónir króna. Úthlutað var 9 milljónum króna til þýðinga á 30 erlendum verkum á íslensku. 


Frekari upplýsingar um styrki má finna hér undir hverjum flokki styrkja fyrir sig.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir