Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2015

Meðal 45 verka sem hljóta útgáfustyrki í ár eru Kjarval- teikningar, Kvenréttindakonur fyrri tíma, Nína S., Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Stríðsár 1938-1945.

8. maí, 2015

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2015 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Að þessu sinni bárust 57 umsóknir um útgáfustyrki frá 33 aðilum. Sótt um styrki fyrir 50,5 milljónir króna og úthlutað var 20.6 milljónum til 45 verka.

Meðal 45 verka sem hljóta útgáfustyrki í ár eru Kjarval- teikningar, Kvenréttindakonur fyrri tíma, Nína S., Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Stríðsár 1938-1945.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja fyrir árið 2015 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Að þessu sinni bárust 57 umsóknir um útgáfustyrki frá 33 aðilum. Sótt um styrki fyrir 50,5 milljónir króna og úthlutað var 20.6 milljónum til 45 verka.

 Meðal verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

§  Ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur. Útgefandi: Forlagið ehf.

§  Þroskaþjálfar á Íslandi - saga stéttar í hálfa öld eftir Þorvald Kristinsson. Útgefandi: Þroskaþjálfafélag Íslands.

§  Eyrbyggja saga: Efni og höfundareinkenni eftir Elínu Báru Magnúsdóttur. Útgefandi: Bókmennta- og listfræðistofnun HÍ / Háskólaútgáfa.

§  Fyrsti arkitektinn – Rögnvaldur Ólafsson og verk hans eftir Björn G. Björnsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Salka.

§  Heilsuverndarstöð Reykjavíkur eftir Bergljótu Líndal. Útgefandi: Skrudda ehf.

§  Esjan – gönguleiðir, örnefni og saga eftir Pál Guðmundsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar.

§  Nína S. eftir Hrafnhildi Schram. Útgefandi: Crymogea.

§  Stríðsár 1938-1945 eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Útgefandi. Forlagið ehf.

Hér má sjá yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2015.

Auk útgáfustyrkja veitir Miðstöð íslenskra bókmennta einnig styrki til þýðinga úr erlendum málum á íslensku, ferðastyrki til höfunda og Nýræktarstyrki, sem ætlað er að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er, auk styrkveitinga, að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir hér á landi og erlendis og stuðla að útbreiðslu þeirra.

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir