Tilkynnt um fyrri úthlutun þýðingastyrkja 2015 

Meðal verka sem hlutu styrk að þessu sinni eru þýðingar á verkum Thomas Bernhard, Philip Pullman, Irmgard Kramer og Albert Einstein.

11. maí, 2015

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú tilkynnt um fyrri úthlutun þýðingastyrkja fyrir árið 2015. Úthlutað var rúmum 6.4 milljónum króna til 16 þýðingaverkefna. Alls bárust 22 umsóknir frá 12 aðilum. Sótt var um rúmar 13 milljónir. 

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja 2015, fyrri úthlutun en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust 22 umsóknir um þýðingastyrki frá 12 aðilum og sótt var um rúmar 13 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað rúmum 6,4 milljónum króna í styrki til þýðinga 16 verka á íslensku.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki að þessu sinni eru:

§  Der Stimmenimitator eftir Thomas Bernhard í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Útgefandi: Kind – 1005 tímaritaröð.

§  Grimm tales: For Young and Old eftir Philip Pullman. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Forlagið.

§  Sunny Valentine eftir Irmgard Kramer í þýðingu Herdísar Hübner. Útgefandi: Björt / Bókabeitan.

§  Fimm greinar eftir Albert Einstein í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

§  Safn sagna frá Kanada og Bandaríkjunum. Þýðendur: Ágúst Borgþór Sverrisson, Árni Óskarsson og Ástráður Eysteinsson. Útgefandi: Bjartur.

§  A Menina do Mar eftir Sophia de Mello Breyner Andresen í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Útgefandi: Artpro / Fífill útgáfa.

Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki 2015, fyrri úthlutun.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir