Tilkynnt um fyrri úthlutun þýðingastyrkja 2015 

Meðal verka sem hlutu styrk að þessu sinni eru þýðingar á verkum Thomas Bernhard, Philip Pullman, Irmgard Kramer og Albert Einstein.

11. maí, 2015

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú tilkynnt um fyrri úthlutun þýðingastyrkja fyrir árið 2015. Úthlutað var rúmum 6.4 milljónum króna til 16 þýðingaverkefna. Alls bárust 22 umsóknir frá 12 aðilum. Sótt var um rúmar 13 milljónir. 

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja 2015, fyrri úthlutun en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust 22 umsóknir um þýðingastyrki frá 12 aðilum og sótt var um rúmar 13 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað rúmum 6,4 milljónum króna í styrki til þýðinga 16 verka á íslensku.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki að þessu sinni eru:

§  Der Stimmenimitator eftir Thomas Bernhard í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Útgefandi: Kind – 1005 tímaritaröð.

§  Grimm tales: For Young and Old eftir Philip Pullman. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Forlagið.

§  Sunny Valentine eftir Irmgard Kramer í þýðingu Herdísar Hübner. Útgefandi: Björt / Bókabeitan.

§  Fimm greinar eftir Albert Einstein í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

§  Safn sagna frá Kanada og Bandaríkjunum. Þýðendur: Ágúst Borgþór Sverrisson, Árni Óskarsson og Ástráður Eysteinsson. Útgefandi: Bjartur.

§  A Menina do Mar eftir Sophia de Mello Breyner Andresen í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Útgefandi: Artpro / Fífill útgáfa.

Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki 2015, fyrri úthlutun.

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir