Auglýst eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku

Umsóknarfrestur er til 16. nóvember.

12. október, 2015

Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum, jafnt bækur almenns efnis og skáldverk, og heimsbókmenntir í víðum skilningi. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember næstkomandi. 

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2015. 

Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 


Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum. Sjá Norrænar þýðingar

Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir