Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2016 – bókmenntaverðlauna kvenna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 2. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

3. desember, 2015

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 2. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru tilkynntar miðvikudaginn 2. desember í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. Hópur kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis stofnuðu til þeirra vorið 2007, til eflingar íslenskum kvenrithöfundum. Verðlaun eru veitt í þremur flokkum – fyrir fagurbókmenntir, barna- og unglingabækur og fræðibækur.

 Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi verk tilnefnd:

Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Útgefandi: Textasmiðjan.

 

Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen. Útgefandi: HKT/1005 Tímaritaröð.

 

Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur. Útgefandi: JPV / forlagið.

Í dómnefnd voru Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, íslenskukennari og málfarsráðgjafi hjá RÚV, Salka Guðmundsdóttir, leikskáld og þýðandi og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur.

Í flokki barna- og unglingabóka voru eftirtalin verk tilnefnd:

 

Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: JPV / Forlagið.

 

 Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan. 

 

 Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur og Þórarin M. Baldursson. Útgefandi: Bjartur bókaforlag.

Í dómnefnd í flokki barna- og unglingabóka voru Halla Sverrisdóttir þýðandi, Júlía Margrét Alexandersdóttir, bókmenntafræðingur og blaðamaður og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, myndskreytir og kvikari.

 Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis voru eftirtalin verk tilnefnd:

 

Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur. Útgefandi: Háskólaútgáfan.

 

 Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Útgefandi: Mál og menning / Forlagið.

 

 Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur. Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Dómnefnd í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis skipuðu þær Erla Elíasdóttir Völudóttir, þýðandi, Erna Magnúsdóttir, líffræðingur og Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir