ALLIR LESA - blásið til landsleiks í lestri í annað sinn. Skemmtilegur leikur sem fer af stað á bóndadaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar. 

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv.

21. janúar, 2016

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar, eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum, geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. 

ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT 

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar, eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum, geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. 

Fjöldi fólks hefur þegar skráð sig til leiks á vefinn allirlesa.is og rétt að taka fram að hægt er að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu. Margir snúa aftur í sama liði og síðast en fjölmörg hafa bæst við og liðin því orðin um 1000!

ALLAR BÆKUR GJALDGENGAR

Allar bækur eru gjaldgengar, óháð efni og tungumáli og er það sá tími sem varið er í lestur sem skiptir máli.  Aðalatriðið er að skemmta sér við lesturinn, hvort sem matreiðslubækur, skáldsögur, skýrslur eða ljóðabálkar verða fyrir valinu. Lesum til sigurs!

AÐSTANDENDUR

Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Ef spurningar vakna, sendu okkur þá póst á allirlesa@allirlesa.is

Sjá allt um landsleikinn og skráninguna á: allirlesa.is

LESTU TIL SIGURS!



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir