ALLIR LESA - blásið til landsleiks í lestri í annað sinn. Skemmtilegur leikur sem fer af stað á bóndadaginn 22. janúar og lýkur á konudaginn 21. febrúar. 

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv.

21. janúar, 2016

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar, eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum, geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. 

ALLIR GETA TEKIÐ ÞÁTT 

Allir geta tekið þátt í landsleiknum með því að stofna eða ganga í lestrarlið og skrá lestur sinn á vefinn allirlesa.is. Liðin geta verið stór eða smá, þau geta verið vinnustaðalið, fjölskyldur, vinahópar, leshringir, skólafélagar o.s.frv. Foreldrar, eða afar og ömmur sem lesa með börnum sínum, geta til að mynda stofnað fjölskyldulið og skráist lesturinn þá bæði á þann sem lesið er fyrir og þann sem les. 

Fjöldi fólks hefur þegar skráð sig til leiks á vefinn allirlesa.is og rétt að taka fram að hægt er að hefja keppni hvenær sem er á tímabilinu. Margir snúa aftur í sama liði og síðast en fjölmörg hafa bæst við og liðin því orðin um 1000!

ALLAR BÆKUR GJALDGENGAR

Allar bækur eru gjaldgengar, óháð efni og tungumáli og er það sá tími sem varið er í lestur sem skiptir máli.  Aðalatriðið er að skemmta sér við lesturinn, hvort sem matreiðslubækur, skáldsögur, skýrslur eða ljóðabálkar verða fyrir valinu. Lesum til sigurs!

AÐSTANDENDUR

Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Ef spurningar vakna, sendu okkur þá póst á allirlesa@allirlesa.is

Sjá allt um landsleikinn og skráninguna á: allirlesa.is

LESTU TIL SIGURS!



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir