Stjórnarskipti hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára.

9. mars, 2016

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar. 


Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar.

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og úthluta úr bókmenntasjóði. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar og bókmenntasjóðs til þriggja ára. Hún veitir einnig umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til hennar og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um bókmenntamálefni til ráðuneytisins.

Á myndinni er nýja stjórnin. Frá vinstri Kristján Jóhann Jónsson, fulltrúi Hagþenkis, Bryndís Loftsdóttir varaformaður, fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda, Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Salka Guðmundsdóttir fulltrúar Rithöfundasambands Íslands. Hrefna var formaður fyrri stjórnar en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum um leið fráfarandi stjórn afar vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir