Stjórnarskipti hjá Miðstöð íslenskra bókmennta

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára.

9. mars, 2016

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar. 


Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta var skipuð í febrúar til næstu þriggja ára. Hana skipa sem fyrr fulltrúar tilnefndir af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasambandi Íslands og Hagþenki. Formann skipar mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar.

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og úthluta úr bókmenntasjóði. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar og bókmenntasjóðs til þriggja ára. Hún veitir einnig umsögn um erindi sem ráðuneytið vísar til hennar og getur einnig að eigin frumkvæði beint ábendingum og tillögum um bókmenntamálefni til ráðuneytisins.

Á myndinni er nýja stjórnin. Frá vinstri Kristján Jóhann Jónsson, fulltrúi Hagþenkis, Bryndís Loftsdóttir varaformaður, fulltrúi Félags íslenskra bókaútgefenda, Hrefna Haraldsdóttir, formaður, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Salka Guðmundsdóttir fulltrúar Rithöfundasambands Íslands. Hrefna var formaður fyrri stjórnar en aðrir stjórnarmenn eru nýir. Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum um leið fráfarandi stjórn afar vel unnin störf og ánægjulegt samstarf.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir