Næstu umsóknarfrestir um styrki  

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er til 15. apríl og um ferðastyrki höfunda til 15. maí nk.

4. apríl, 2016

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki rennur út 15. apríl nk, þeir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Næsti umsóknarfrestur um ferðastyrki höfunda er 15. maí.  

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. Fresturinn rennur út 15. apríl nk.

Höfundar geta sótt um ferðastyrki til Miðstöðvar íslenskra bókmennta í tengslum við útgáfu og kynningu á verkum sínum erlendis. Erlendum forlögum og stjórnendum bókmennta- og menningarhátíða er einnig gefinn kostur á að sækja um ferðastyrk fyrir íslenskan höfund sem fer utan til að kynna verk sín.  

Umsóknarfrestur er þrisvar sinnum á ári: 15. janúar, 15. maí og 15. september. Svör við umsóknum berast 4 til 6 vikum eftir að fresturinn rennur út. 

Umsóknareyðublað um alla styrki má finna hér fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.



Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir