Næstu umsóknarfrestir um styrki  

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki er til 15. apríl og um ferðastyrki höfunda til 15. maí nk.

4. apríl, 2016

Umsóknarfrestur um Nýræktarstyrki rennur út 15. apríl nk, þeir eru veittir einu sinni á ári og er ætlað að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Næsti umsóknarfrestur um ferðastyrki höfunda er 15. maí.  

Nýræktarstyrkir eru veittir einu sinni á ári en þeir eiga að hvetja til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap af öllum toga. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum höfunda, til dæmis sögum, ljóðum, leikritum og fleiru. Fresturinn rennur út 15. apríl nk.

Höfundar geta sótt um ferðastyrki til Miðstöðvar íslenskra bókmennta í tengslum við útgáfu og kynningu á verkum sínum erlendis. Erlendum forlögum og stjórnendum bókmennta- og menningarhátíða er einnig gefinn kostur á að sækja um ferðastyrk fyrir íslenskan höfund sem fer utan til að kynna verk sín.  

Umsóknarfrestur er þrisvar sinnum á ári: 15. janúar, 15. maí og 15. september. Svör við umsóknum berast 4 til 6 vikum eftir að fresturinn rennur út. 

Umsóknareyðublað um alla styrki má finna hér fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.



Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir