Auglýst eftir verkefnastjóra, umsóknarfrestur til 27. júní

Starfssvið: Umsýsla með styrkveitingum miðstöðvarinnar innanlands og utan; móttaka umsókna, skráning, afgreiðsla, bréfaskipti, samningagerð, umsjón með greiðslum og fleira.

10. júní, 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir laust starf verkefnastjóra

Starfssvið
  • Umsýsla með styrkveitingum miðstöðvarinnar innanlands og utan; móttaka umsókna, skráning, afgreiðsla, bréfaskipti, samningagerð, umsjón með greiðslum og fleira.
  • Umsjón með kynningarmálum, þar á meðal heimasíðu og gerð fréttabréfa.
  • Samskipti við stjórn, ráðuneyti, innlenda og erlenda samstarfsaðila.
  • Almenn skrifstofustörf og ýmis verkefni sem miðstöðin annast.

 Æskileg menntun, reynsla og færni

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Góð færni í ritvinnslu-, reikni- og vefforritum
  • Þekking, innsýn og áhugi á bókmenntum
  • Nákvæmni, frumkvæði og metnaður
  • Góð skipulagshæfni
  • Reynsla og hæfni í miðlun upplýsinga 
  • Reynsla af erlendu samstarfi
  • Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamáli
  • Lipurð í mannlegum samskiptum

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2016.
Senda skal starfsferilskrá og kynningarbréf (1 bls) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, á netfangið islit@islit.is, merkt verkefnastjóri.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að verkefnastjóri taki til starfa í ágúst. 
Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður, Hrefna Haraldsdóttir, hrefna@islit.is

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að styrkja útgáfu bóka á íslensku, styðja við og styrkja þýðingar og kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis og efla bókmenningu hér á landi.

Auglýsingin birtist á www.starfatorg.is og í atvinnublaði Fréttablaðsins og Morgunblaðsins 11. júní 2016


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir