Gréta María Bergsdóttir ráðin verkefnastjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

5. júlí, 2016

Gengið hefur verið frá ráðningu í starf verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta, en starfið var auglýst í júní.

Starf verkefnastjóra felst meðal annars í umsýslu með styrkveitingum Miðstöðvarinnar, kynningarmálum og ýmsum öðrum verkefnum skrifstofunnar. Gréta María kom til starfa í ágúst og tekur við af Þorgerði Öglu Magnúsdóttur sem starfað hefur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta frá stofnun hennar árið 2013 og þar áður hjá Bókmenntasjóði, forvera Miðstöðvarinnar.

Gréta María er með BA próf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MA próf í leikhúsfræði frá Central School of Speech and Drama í London, auk rekstrarnáms. Hún hefur margra ára starfsreynslu á ýmsum sviðum lista, menningar- og menntamála, en hún hefur starfað sem verkefnastjóri, framleiðandi og ritstjóri m.a. hjá Háskólanum í Reykjavík, Listahátíð í Reykjavík, Íslensku óperunni, Listaháskóla Íslands og víðar.

Miðstöð íslenskra bókmennta býður Grétu Maríu velkomna til starfa og væntir góðs af störfum hennar um leið og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir