Bookseller barnabókaráðstefna í London

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt

6. september, 2016

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe.

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt.

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe. Þar taka þátt 35 útgefendur og ritstjórar barna- og ungmennabóka á Norðurlöndum og Bretlandi og er markmiðið að leiða þá saman, kynna útgáfu landanna, efla tengslin og auka veg norrænna bóka í Bretlandi.

NordLit, samtök norrænu bókmenntakynningarstofanna, hafa milligöngu um að koma útgefendum og ritstjórum sinna landa á ráðstefnuna. Tveir útgefendur barna – og ungmennabóka fara fyrir milligöngu Miðstöðvar íslenskra bókmennta á ráðstefnuna, þær Birgitta Elín Hassell frá Bókabeitunni og Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir frá Forlaginu. Þær munu taka þátt í ráðstefnunni og umræðum um ýmis mál sem lúta að útgáfu barna- og ungmennabóka, lestrarhvetjandi verkefnum og markaðnum á Íslandi.

Þátttaka í ráðstefnunni er í samræmi við stefnu stjórnar Miðstöðvarinnar sem vill auka veg og vanda barna- og ungmennabókmennta og styrkja þýðingar á vönduðum bókum fyrir þennan aldurshóp.

Ráðstefna Bookseller fer fram í Barbican Centre í London. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir