Bookseller barnabókaráðstefna í London

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt

6. september, 2016

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe.

Tveir fulltrúar íslenskrar barnabókaútgáfu taka þátt.

Fagtímaritið The Bookseller stendur fyrir barnabókaráðstefnu í London 27. september næstkomandi undir yfirskriftinni Keeping Children's Books at the Centre of the Universe. Þar taka þátt 35 útgefendur og ritstjórar barna- og ungmennabóka á Norðurlöndum og Bretlandi og er markmiðið að leiða þá saman, kynna útgáfu landanna, efla tengslin og auka veg norrænna bóka í Bretlandi.

NordLit, samtök norrænu bókmenntakynningarstofanna, hafa milligöngu um að koma útgefendum og ritstjórum sinna landa á ráðstefnuna. Tveir útgefendur barna – og ungmennabóka fara fyrir milligöngu Miðstöðvar íslenskra bókmennta á ráðstefnuna, þær Birgitta Elín Hassell frá Bókabeitunni og Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir frá Forlaginu. Þær munu taka þátt í ráðstefnunni og umræðum um ýmis mál sem lúta að útgáfu barna- og ungmennabóka, lestrarhvetjandi verkefnum og markaðnum á Íslandi.

Þátttaka í ráðstefnunni er í samræmi við stefnu stjórnar Miðstöðvarinnar sem vill auka veg og vanda barna- og ungmennabókmennta og styrkja þýðingar á vönduðum bókum fyrir þennan aldurshóp.

Ráðstefna Bookseller fer fram í Barbican Centre í London. 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir