Íslenskar barna- og ungmennabókmenntir í Gautaborg

Höfundarnir Arnar Már Arngrímsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson taka þátt í aðaldagskrá bókamessunnar.

6. september, 2016

Höfundarnir Arnar Már Arngrímsson, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson taka þátt í aðaldagskrá bókamessunnar.

Bókamessan í Gautaborg verður haldin 22. – 25. september næstkomandi. Í samræmi við stefnu Miðstöðvarinnar verður áherslan að þessu sinni á barna- og ungmennabókmenntir, og þeir höfundar sem taka þátt í dagskránni eru Þórdís Gísladóttir, Snæbjörn Brynjarsson, Kjartan Yngvi Björnsson, Arnar Már Arngrímsson og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, en þau tvö síðastnefndu eru tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Koma þau fram í aðaldagskrá og fjalla m.a. um efnistök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda og fantasíu í norrænum bókmenntum. Öll taka þau jafnframt þátt í öðrum dagskrárliðum á messunni.  

Messan tekur jafnan á málefnum líðandi stundar og í ár verða umræður um tjáningarfrelsi í forgrunni. Þar tekur Jóhannes Kr. Kristjánsson, fjölmiðlamaður, þátt í umræðum um Panamalekann.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur undanfarin misseri unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál. Átakið er nú þegar farið að bera árangur, því fjöldi umsókna frá norrænum útgefendum um styrki til þýðinga úr íslensku á Norðurlandamál, hefur nær tvöfaldast á liðnum tveimur árum.

Hápunktur Norðurlandaátaksins var þátttaka 15 íslenskra höfunda og skálda í tugum dagskrárliða bókamessunnar í Gautaborg í fyrra, en þar voru íslenskar bókmenntir og höfundar í forgrunni í sérstakri dagskrá undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi - Röster från Island.   

Bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3000 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur og 2000 höfundar og fyrirlesarar taka þar þátt. Þátttaka Íslands í messunni er í samstarfi við Íslandsstofu. Íslenski básinn er númer C03:02 en hönnun hans er í höndum HAF studio.

 


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir