Glæsileg ráðstefna um barna- og ungmennabækur í London

Breska tímaritið Bookseller stóð fyrir metnaðarfullri og fjölmennri ráðstefnu þann 27. september sl. í Barbican Center í London, undir yfirskriftinni Keeping Children‘s Books at the Centre of the Universe.

3. október, 2016

Dagskrá ráðstefnunnar var einstaklega metnaðarfull, fróðleg og skemmtileg. Fyrirlesararnir voru m.a. rithöfundar, útgefendur, ritstjórar, kynningarstjórar, markaðsfólk, sjónvarpsstjórar, tölvuleikjahönnuðir og fleira. Allir fjölluðu á einhvern hátt um barna- og ungmennabækur og afþreyingu barna, lestur, bóksölu, samfélagsmiðlana, sjónvarpsefni, kynningaraðferðir, neyslumynstur ungs fólks og ótalmargt fleira. 

Fyrirlesarar í fremstu röð 

Dagskrá ráðstefnunnar var einstaklega metnaðarfull, fróðleg og skemmtileg. Fyrirlesararnir voru fjölbreytilegur hópur; m.a. rithöfundar, útgefendur, ritstjórar, kynningarstjórar, markaðsfólk, sjónvarpsstjórar, tölvuleikjahönnuðir og fleira. Hver þeirra talaði í 10-15 mínútur, umræðuefnin voru skýrt afmörkuð og hnitmiðuð og sett fram á skýran og myndrænan hátt. Allir fjölluðu á einhvern hátt um barna og ungmennabækur, afþreyingu barna, lestur, bóksölu, samfélagsmiðlana, sjónvarpsefni, kynningaraðferðir, neyslumynstur ungs fólks og fleira og fleira.

Norrænir útgefendur sérstakir gestir

Þátttakendur voru um 300 talsins og að þessu sinni var sérstaklega boðið norrænum barna og ungmennabókaútgefendum og ritstjórum. Hátt í 40 útgefendur frá Norðurlöndunum tóku þátt ásamt fulltrúum allra norrænu bókmenntamiðstöðvanna, með það fyrir augum að efla tengslin milli norrænna og breskra útgefenda og kynnast því nýjasta sem Bretar eru að gera í sinni barna og ungmennabókaútgáfu. Mikil ánægja var með ráðstefnuna meðal norrænu gestanna. Frá Íslandi mættu Birgitta Elín Hassell frá Bókabeitunni og Sigþrúður Gunnarsdóttir frá Forlaginu auk Hrefnu Haraldsdóttur frá Miðstöð íslenskra bókmennta.

Barnabækur í sókn

Meðal þess sem fjallað var um var um hvernig megi ná til ungra lesenda með því að notfæra sér alla hina miðlana sem ungt fólk notar alla daga á frumlegan og jákvæðan hátt. Sölutölur sýna að barnabækur sækja verulega í sig veðrið á markaðnum og því er lag og almenn bóksala jókst um 24% á síðasta ári. Í ár stefnir í metár í bóksölu í Bretlandi. Í því sambandi var mikið rætt um mikilvægi þess að bækur væru aðgengilegar sem víðast, eins og í matvöruverslunum, því algengasta spurning foreldra og annarra kaupenda er „Hvar get ég keypt bókina?“

Hugsa myndrænt og hugsa stórt

Einnig var rætt um vandaða aðlögun barna og unmennabóka að sjónvarpsmiðlinum og gríðarlegt áhorf á slíkt efni og áhrif þess á börn. Útgefendur voru hvattir til að hugsa myndrænt þegar þeir gefa út barna og ungmennabækur – og jafnframt að hugsa alltaf stórt og á alheimsvísu. Þetta er aðeins brot af því sem til umræðu var á þessari glæsilegu ráðstefnu, en heildardagskrá og nöfn fyrirlesaranna má kynna sér betur hér 



Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir