Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Tólf verk frá sjö löndum eru tilnefnd

5. apríl, 2017

Fulltrúar hvers lands í dómnefndinni hafa tilnefnt 12 verk til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Til­kynnt var á barna­bóka­mess­unni í Bologna þann 5. apríl hvaða bæk­ur hlutu til­nefn­ingu.

 

Allar-tilnefndar-baekurTilkynning-i-BolognaTil­kynnt var á barna­bóka­mess­unni í Bologna þann 5. apríl hvaða bæk­ur hlutu til­nefn­ingu til barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2017. Á sama tíma var at­höfn í Nor­ræna húsinu þar sem til­nefn­ing­arn­ar voru kynnt­ar. 

Fulltrúar hvers lands í dómnefndinni hafa tilnefnt verk frá sínu landi, alls 12 verk frá 7 löndum. Skoða má umsögn dómnefndar um hverja bók með því að smella á bókatitlana hér neðar.

Ísland

Enginn sá hundinn eftir Hafsteinn Hafsteinsson, Mál og menning, 2016

Úlfur og Edda: Dýrgripurinn  eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, Bókabeitan, 2016

 

Enginsahundinn HafsteinnHafsteinsson_2016_svarthvit--1- UlfurogEdda Kristin-Ragna

Danmörk

Dyr med pels - og uden  eftir Hanne Kvist, Gyldendal, 2016

Hjertestorm - Stormhjerte eftir Annette Herzog, Katrine Clante (myndskr.) og Rasmus Bregnhøi (myndskr.), Høst & Søn, 2016

Finnland

Vildare, värre Smilodon eftir Minna Lindenberg og Jenny Lucander (myndskr.), Förlaget, 2016

Yökirja eftir Inka Nousiainen og Satu Kettunen (myndskr.), Tammi, 2015

Færeyjar

Hon, sum róði eftir ælaboganum eftir Rakel Helmsdal, Bókadeild Føroya Lærarafelags, 2014

Noregur

Far din eftir Bjørn Ingvaldsen, Gyldendal Norsk Forlag, 2016

Ungdomsskolen eftir Anders N. Kvammen, No Comprendo Press, 2016

Samíska málsvæðið

Luohtojávrri oainnáhusat eftir Kirste Paltto, Davvi Girji, 2016.

Svíþjóð

Djur som ingen sett utom vi eftir Linda Bondestam (myndskr.) og Ulf Stark, Förlaget Berghs, 2016

Ormbunkslandet eftir Elin Bengtsson, Natur & Kultur, 2016.

 

Verðlaunaafhendingin fer fram á þingi Norðurlandaráðs þann 1. nóvember í Finlandia-húsinu í Helsinki.

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir