Ísland verður heiðursgestur

25. apríl, 2008

Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011
Menntamálaráðherra undirritar samning við forstjóra sýningarinnar.

 

Ísland verður heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt 2011
Menntamálaráðherra undirritar samning við forstjóra sýningarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra og Jürgen Boos, forstjóri Bókasýningarinnar í Frankfurt skrifuðu 25. apríl 2008 undir samning þess efnis að Ísland verði heiðursgestur sýningarinnar árið 2011. Samningurinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu að viðstöddum helstu forsvarsmönnum verkefnisins.

menntamálaráðherraMenntamálaráðherra fagnaði mjög undirritun samningsins og taldi í honum felast einstætt tækifæri fyrir íslenska bókmenningu á erlendri grundu, enda er Bókasýningin í Frankfurt sú stærsta og þekktasta í heimi. Frá 1988 hefur eitt land verið heiðursgestur sem þýðir að sjónum er beint að bókmenntum þess sérstaklega, bæði af þýskum forlögum og öðrum, og hefur heiðursgesturinn haft sérstakt sýningarsvæði til umráða. Þetta hefur haft í för með sér mikla fjölmiðlaathygli í Þýskalandi og örvað mjög þýðingar og útgáfu á bókmenntum frá viðkomandi landi, bæði í Þýskalandi og víðar. Árið 2007 var Katalónía heiðursgestur, árið 2008 Tyrkland, síðan er röðin komin að Kína og þá Argentínu, áður en Ísland skipar heiðurssessinn 2011.

Bókasýningin í Frankfurt er haldin í október ár hvert og er í núverandi mynd 60 ára gömul, en á rætur allt aftur á 16. öld. Sýnendur eru alla jafna yfir 7000 frá yfir 100 löndum og hátt í 300 þúsund gestir sækja sýninguna þá 5 daga sem hún stendur. Ísland er fyrst Norðurlanda til að verða heiðursgestur sýningarinnar, og má segja að íslenskum bókmenntum og menningararfi sé mikil virðing sýnd. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í í september 2007, fyrir hvatningu sýningarinnar, að sækja um að verða heiðursgestur og sóttust Finnar einnig eftir þeim heiðri.

Sé vel á málum haldið er hér um að ræða einstakt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir á alþjóðlegum bókamarkaði, en líka til kynningar á íslenskri menningu og list almennt í Þýskalandi.
Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum menntamála- og utanríkisráðuneytis, auk Bókmenntasjóðs. Formaður hennar er Steingrímur Sigurgeirsson. Verkefnisstjóri er Halldór Guðmundsson.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir