Tíðindamikil bókamessa í Gautaborg í ár! Hart tekist á um ritskoðun og tjáningarfrelsi.

Fjölmenn mótmæli og eldheitar umræður um málfrelsi, lýðræði, ritskoðun og hatursumræðu settu svip sinn á messuhaldið. Fjöldi höfunda mætti ekki í mótmælaskyni við að þjóðernissinnaða blaðið Nya Tider fengi inni á messunni.

3. október, 2017

Fjölmenn mótmæli og eldheitar umræður um málfrelsi, lýðræði, ritskoðun og hatursumræðu settu svip sinn á messuhaldið. Fjöldi höfunda mætti ekki í mótmælaskyni við að þjóðernissinnaða blaðið Nya Tider fengi inni á messunni.

 

22195620_1479441085465991_2089553138898280502_n22135400_1479405822136184_7870211074434027044_o22254847_1479409832135783_8592855535034462453_o22104577_1479407915469308_7757791276687256954_o

Bókamessan í Gautaborg var óvenju tíðindamikil að þessu sinni. Fjölmenn mótmæli og eldheitar umræður um málfrelsi, lýðræði, ritskoðun og hatursumræðu settu svip sinn á messuhaldið. Fjöldi höfunda mætti ekki til leiks að þessu sinni til að mótmæla því að hið þjóðernissinnaða blað Nya Tider fengi inni á messunni í annað sinn. 

Fjöldi hliðarviðburða víða um borgina

Efnt var til hliðarviðburða þar sem höfundar lásu upp og efndu til umræðna um málið víða um borgina. Fjölmiðlar voru undirlagðir af umræðum um tjáningarfrelsi, þar sem fylgjendur og andstæðingar ákvörðunar messuhaldaranna viðruðu skoðanir sínar á því að leyfa Nya Tider að taka þátt. Helstu rök með voru að öll umræða eigi rétt á sér og þurfi að koma fram, en andstæðingarnir telja að með þessu sé verið að gefa grænt ljós á hatursumræðu.

Mótmæli gegn nýnasistum í miðborginni

Nýnasistar efndu til fjöldagöngu í miðborginni á laugardeginum, en mun fleiri mættu og sýndu andúð sína á þeim og þeirra málstað. Lögreglan var með mikinn viðbúnað, fjöldi lögreglumanna girti af stór svæði í grennd við messuna, þyrlur sveimuðu yfir allan daginn og nokkrir tugir nýnasista voru handteknir.

17990179_1479407092136057_8062830669801816870_o22179725_1479408645469235_3522941278496535318_o22135630_1479406405469459_3594386871854945538_o22181190_1479406682136098_1068323529797479402_o

Fjölbreytt dagskrá þrátt fyrir óróann

Óróinn setti svip sinn á  umræðuna og gestir voru að vonum færri á laugardeginum enda fóru mótmælin fram þann dag var og fólki var ráðlagt að halda sig heima. Að öðru leyti höfðu atburðirnir ekki teljandi áhrif á dagskrána. En þema messunnar í ár var bildning eða mótun og Írland og írskar bókmenntir voru í brennidepli. Dagskráin var eins og jafnan mjög umfangsmikil þar sem höfundar og aðrir listamenn alls staðar að úr heiminum koma fram, þar á meðal hinn indónesíski Eka Kurniawan, sem var gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík, Arundhati Roy frá Indlandi og hin sænska Camilla Läckberg auk fjölda annarra. Og umfjöllunarefnin voru af ýmsum toga. 

Fimm höfundar frá Íslandi tóku þátt í dagskránni að þessu sinni og ræddu þar meðal annars um hlutverk rithöfundarins í nútímanum og hvernig það hefur breyst, eða hvort það hafi breyst, umdeilda flokkun bókmenntanna eftir aldri lesenda, hrylling í bókum fyrir börn, skáldskap um þjóðarmorð og skáldskapinn á tímum örvæntingar. 

Einnig voru lesin ljóð á íslensku og sænsku með þátttöku þýðandans John Swedenmark.  Rætt var um bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og um verðlaunin sjálf sem allir eru sammála um að séu mikilvæg til að verkja athygli á góðum norrænum bókum fyrir yngri lesendur. 

Höfundarnir sem kom fram á dagskránni voru Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir.

Íslenski básinn og bækurnar vöktu athygli gesta

Miðstöð íslenskra bókmennta í samstarfi við Félag bókaútgefenda og Íslandsstofu var með bás þar sem kynntar voru bækur þeirra höfunda sem tóku þátt í dagskránni sem og fjölmargra annarra – á íslensku og sænsku. Mikill áhugi var á bókunum meðal gesta og básinn vakti einnig mikla athygli, en HAF studio hannaði básinn.

22179972_1479407618802671_4726103687598829402_o

22104583_1479407292136037_3521314512421127515_o22104625_1479406538802779_2853391196068897646_o22104796_1479407568802676_8573397511360358394_o22135559_1479409635469136_2083272474483978445_o22179697_1479408212135945_2870538530187832293_o

 


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir