Laxness á arabísku.

Áhugi á íslenskum bókmenntum fer vaxandi í Mið-Austurlöndum.

11. júní, 2009

Líbanski útgefandinn Arab Scientific hefur keypt þýðingarréttinn á Brekkukotsannál.

Laxness, portrettFyrst var það Yrsa Sigurðardóttir (útgáfurétturinn á Þriðja tákninu var nýlega seldur til Arabesque Publishing Press) og nú mun Halldór Laxness einnig verða fáanlegur á arabísku. Samningar hafa tekist á milli Forlagsins og líbanska útgefandans Arab Scientific til að þýða Brekkukotsannál og dreifa um Mið-Austurlönd, með því eru fyrstu spor nóbelsskáldsins mörkuð í Arabaheimi.

Ekki hafa verið gerðir samningar um útgáfu á öðrum verkum Laxness, en Forlagið er vongott um að fleiri verk verði þýdd yfir á arabísku. Í fyrstu munu 2000 eintök bókarinnar fara í dreifingu en ef vel gengur mun annað upplag verða prentað. Arab Scientific íhugar að gefa út fleiri íslenska höfunda.

Ferðalagi Laxness um heiminn er enn ekki lokið. Þýðingar á verkum hans hófust þegar Gunnar Gunnarsson þýddi Sölku Völku yfir á dönsku árið 1934, síðan þá hafa skáldverk hans verið gefin út í 500 mismunandi útgáfum og þýddar yfir á fleiri en fjörutíu tungumál.


Mynd fengin af vef Gljúfrasteins: Málverk eftir Einar Hákonarson, 1984 (Morgunblaðið).


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir