Laxness á arabísku.

Áhugi á íslenskum bókmenntum fer vaxandi í Mið-Austurlöndum.

11. júní, 2009

Líbanski útgefandinn Arab Scientific hefur keypt þýðingarréttinn á Brekkukotsannál.

Laxness, portrettFyrst var það Yrsa Sigurðardóttir (útgáfurétturinn á Þriðja tákninu var nýlega seldur til Arabesque Publishing Press) og nú mun Halldór Laxness einnig verða fáanlegur á arabísku. Samningar hafa tekist á milli Forlagsins og líbanska útgefandans Arab Scientific til að þýða Brekkukotsannál og dreifa um Mið-Austurlönd, með því eru fyrstu spor nóbelsskáldsins mörkuð í Arabaheimi.

Ekki hafa verið gerðir samningar um útgáfu á öðrum verkum Laxness, en Forlagið er vongott um að fleiri verk verði þýdd yfir á arabísku. Í fyrstu munu 2000 eintök bókarinnar fara í dreifingu en ef vel gengur mun annað upplag verða prentað. Arab Scientific íhugar að gefa út fleiri íslenska höfunda.

Ferðalagi Laxness um heiminn er enn ekki lokið. Þýðingar á verkum hans hófust þegar Gunnar Gunnarsson þýddi Sölku Völku yfir á dönsku árið 1934, síðan þá hafa skáldverk hans verið gefin út í 500 mismunandi útgáfum og þýddar yfir á fleiri en fjörutíu tungumál.


Mynd fengin af vef Gljúfrasteins: Málverk eftir Einar Hákonarson, 1984 (Morgunblaðið).


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir