Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar

https://isl.hypotheses.org/traductions-recentes... og https://www.lasislandskabocker.se/

19. ágúst, 2025

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

það er alkunna að íslenskar bókmenntir njóta velgengni víða erlendis og eiga stóran lesendahóp. Í Frakklandi íslenskir rithöfundar tíðir og vinsælir gestir á bókmenntaviðburðum og nýútkomnar íslenskar bækur iðulega sýnilegar þar víða um land.

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðri vefsíðu með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku: https://isl.hypotheses.org/traductions-recentes...

Svo vitnað sé beint í Hönnu Steinunni um vefinn: "Leitast er við að setja þýðingar fornbókmenntanna fram á dagljósan hátt fyrir sem flesta. Þegar kemur að nútímabókmenntum er áhersla lögð á að tiltaka titil og útgáfuár á Íslandi samhliða því sama varðandi þýðingarnar á frönsku. Þannig birtist þýðingasagan. Þýðenda er alltaf getið þegar þess er kostur og er skrá þessi í raun þeim til heiðurs. Því skrá er ekki bara skrá, hún er tengiliður, uppspretta hugmynda, fróðleikur, vinátta bókmenningarheima í verki. Það hefur sýnt sig að hún hefur nýst ansi mörgum í gegnum tíðina, s.s. þýðendum, forleggjurum, fræðimönnum, stúdentum, blaðamönnum og öðrum áhugasömum. Til þess var leikurinn gerður."

Í Svíþjóð hefur þýðandinn John Swdenmark gert sambærilegan vef um íslenskar bækur á sænsku og ýmislegt annað er lýtur að íslenskum bókmenntum: https://www.lasislandskabocker.se/

 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir