Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar

https://isl.hypotheses.org/traductions-recentes... og https://www.lasislandskabocker.se/

19. ágúst, 2025

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

það er alkunna að íslenskar bókmenntir njóta velgengni víða erlendis og eiga stóran lesendahóp. Í Frakklandi íslenskir rithöfundar tíðir og vinsælir gestir á bókmenntaviðburðum og nýútkomnar íslenskar bækur iðulega sýnilegar þar víða um land.

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðri vefsíðu með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku: https://isl.hypotheses.org/traductions-recentes...

Svo vitnað sé beint í Hönnu Steinunni um vefinn: "Leitast er við að setja þýðingar fornbókmenntanna fram á dagljósan hátt fyrir sem flesta. Þegar kemur að nútímabókmenntum er áhersla lögð á að tiltaka titil og útgáfuár á Íslandi samhliða því sama varðandi þýðingarnar á frönsku. Þannig birtist þýðingasagan. Þýðenda er alltaf getið þegar þess er kostur og er skrá þessi í raun þeim til heiðurs. Því skrá er ekki bara skrá, hún er tengiliður, uppspretta hugmynda, fróðleikur, vinátta bókmenningarheima í verki. Það hefur sýnt sig að hún hefur nýst ansi mörgum í gegnum tíðina, s.s. þýðendum, forleggjurum, fræðimönnum, stúdentum, blaðamönnum og öðrum áhugasömum. Til þess var leikurinn gerður."

Í Svíþjóð hefur þýðandinn John Swdenmark gert sambærilegan vef um íslenskar bækur á sænsku og ýmislegt annað er lýtur að íslenskum bókmenntum: https://www.lasislandskabocker.se/

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir