Leyndarmálið hans pabba

Íslensk mannæta veldur usla í Danmörku...

6. júlí, 2009

Íslensk mannæta veldur usla í Danmörku...


Leyndarmálið hans pabbaLeyndarmálið hans pabba / Fars store hemmelighed, fyrsta barnabók Þórarins Leifssonar, kom nýverið út í Danmörku í þýðingu Birgis Thor Møller. Gagnrýnendur keppast nú við að mæra verkið og er Þórarni líkt við ekki ómerkari barnabókahöfunda en Roald Dahl og Ole Lund Kirkegaard.

Steffen Larsen, gagnrýnandi Politiken, er hrifinn af bókinni og kallar hana „sýrða perlu“. Hann segir höfundinn eiga rætur sínar í Roald Dahl og bætir við: „Þórarinn Leifsson hefur skrifað – og teiknað – villta og djúpvitra bók um erfiðar aðstæður barna. ... [Hann] hefur sjálfur myndskreytt bókina af ofboðslegum krafti. Myndir og texti spila vel saman.”

Á vefsíðu Tröllaspegils, menningarþáttar fyrir unglinga í danska ríkisútvarpinu, er bókin sögð vera: „Ótrúlega fyndin og grótesk saga um ósköp venjulega fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn er mjög, mjög óvenjulegur …  hægt er að lýsa sögunni sem nútímalegri útgáfu af því furðuraunsæi sem við þekkjum úr bók Ole Lund Kirkegaards um Gúmmí-Tarsan.”

Lesari Dönsku bókasafnsmiðstöðvarinnar (DBC) mælir einnig með bókinni: „Lesið þessa þreifandi geðveiku sögu upp til agna eða gefið hana báðum kynjum frá ellefu ára aldri. Bókin er auðveld aflestrar og mjög góð skemmtun í öllum sínum hryllingi. Ef maður hefur gaman af bókum eins og Flissurunum eftir Roddy Doyle þá ætti þessi ekki að valda vonbrigðum … vel skrifuð og fyndin með alvarlegum undirtóni.“

Jan Vandall á Bogvægten.dk segir bókina vera „hreinræktað íslenskt brjálæði“, að hún sé skemmtilega myndskreytt og að Þórarinn beini sjónum að vandamálum barna á snilldarlegan hátt.

Lofsorðin halda svo áfram á Bogguide.dk þar sem bóksalinn Lena Winther skrifar: „Leyndarmálið hans pabba er bók sem maður gleypir í heilu lagi. Maður hlær, hryllir sig og svekkir yfir hinum stórskemmtilegu karakterum og stórfurðulega söguþræði. Bókin er í algerum sérflokki. Eins konar sósíalrealískur barnakrimmi med ævintýralegum myndskreytingum.”

Frekari upplýsingar á síðu höfundar: www.totil.com

Troldspejlet

Politiken

Bogvægten.dk

Fortællingen.dk

Bogguide.dk


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir