Leyndarmálið hans pabba

Íslensk mannæta veldur usla í Danmörku...

6. júlí, 2009

Íslensk mannæta veldur usla í Danmörku...


Leyndarmálið hans pabbaLeyndarmálið hans pabba / Fars store hemmelighed, fyrsta barnabók Þórarins Leifssonar, kom nýverið út í Danmörku í þýðingu Birgis Thor Møller. Gagnrýnendur keppast nú við að mæra verkið og er Þórarni líkt við ekki ómerkari barnabókahöfunda en Roald Dahl og Ole Lund Kirkegaard.

Steffen Larsen, gagnrýnandi Politiken, er hrifinn af bókinni og kallar hana „sýrða perlu“. Hann segir höfundinn eiga rætur sínar í Roald Dahl og bætir við: „Þórarinn Leifsson hefur skrifað – og teiknað – villta og djúpvitra bók um erfiðar aðstæður barna. ... [Hann] hefur sjálfur myndskreytt bókina af ofboðslegum krafti. Myndir og texti spila vel saman.”

Á vefsíðu Tröllaspegils, menningarþáttar fyrir unglinga í danska ríkisútvarpinu, er bókin sögð vera: „Ótrúlega fyndin og grótesk saga um ósköp venjulega fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn er mjög, mjög óvenjulegur …  hægt er að lýsa sögunni sem nútímalegri útgáfu af því furðuraunsæi sem við þekkjum úr bók Ole Lund Kirkegaards um Gúmmí-Tarsan.”

Lesari Dönsku bókasafnsmiðstöðvarinnar (DBC) mælir einnig með bókinni: „Lesið þessa þreifandi geðveiku sögu upp til agna eða gefið hana báðum kynjum frá ellefu ára aldri. Bókin er auðveld aflestrar og mjög góð skemmtun í öllum sínum hryllingi. Ef maður hefur gaman af bókum eins og Flissurunum eftir Roddy Doyle þá ætti þessi ekki að valda vonbrigðum … vel skrifuð og fyndin með alvarlegum undirtóni.“

Jan Vandall á Bogvægten.dk segir bókina vera „hreinræktað íslenskt brjálæði“, að hún sé skemmtilega myndskreytt og að Þórarinn beini sjónum að vandamálum barna á snilldarlegan hátt.

Lofsorðin halda svo áfram á Bogguide.dk þar sem bóksalinn Lena Winther skrifar: „Leyndarmálið hans pabba er bók sem maður gleypir í heilu lagi. Maður hlær, hryllir sig og svekkir yfir hinum stórskemmtilegu karakterum og stórfurðulega söguþræði. Bókin er í algerum sérflokki. Eins konar sósíalrealískur barnakrimmi med ævintýralegum myndskreytingum.”

Frekari upplýsingar á síðu höfundar: www.totil.com

Troldspejlet

Politiken

Bogvægten.dk

Fortællingen.dk

Bogguide.dk


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir