Stefán Máni vekur lukku í Danmörku

21. júlí, 2009

Gagnrýnendur Politiken og Jyllands Posten lofa Skipið.

SkibetGlæpasagnahöfundurinn Stefán Máni vekur mikla lukku í Danmörku um þessar mundir. Í liðnum mánuði birtist opnugrein um hann ásamt viðtali í Politiken, og Jyllands Posten mærir danska þýðingu Skipsins, sjöundu skáldsögu hans, í fimm stjörnu (af sex mögulegum) dómi. Gagnrýnandi Jyllands Posten lofar verkið fyrir að sameina hasar og spennu samtímabókmennta við forna texta á tilkomumikinn hátt og hrósar Stefáni Mána fyrir lúmskan húmor, í verki sem hann segir dansa á mörkunum milli harmleiks og farsa.

Skipið er væntanlegt í sænskri þýðingu á þessu ári frá útgefandanum Albert Bonnier. Þýðingarrétturinn hefur að auki verið seldur til Frakklands (Gallimard) og Tékklands (Mottó).


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir