Stefán Máni vekur lukku í Danmörku

21. júlí, 2009

Gagnrýnendur Politiken og Jyllands Posten lofa Skipið.

SkibetGlæpasagnahöfundurinn Stefán Máni vekur mikla lukku í Danmörku um þessar mundir. Í liðnum mánuði birtist opnugrein um hann ásamt viðtali í Politiken, og Jyllands Posten mærir danska þýðingu Skipsins, sjöundu skáldsögu hans, í fimm stjörnu (af sex mögulegum) dómi. Gagnrýnandi Jyllands Posten lofar verkið fyrir að sameina hasar og spennu samtímabókmennta við forna texta á tilkomumikinn hátt og hrósar Stefáni Mána fyrir lúmskan húmor, í verki sem hann segir dansa á mörkunum milli harmleiks og farsa.

Skipið er væntanlegt í sænskri þýðingu á þessu ári frá útgefandanum Albert Bonnier. Þýðingarrétturinn hefur að auki verið seldur til Frakklands (Gallimard) og Tékklands (Mottó).


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir