Stefán Máni vekur lukku í Danmörku

21. júlí, 2009

Gagnrýnendur Politiken og Jyllands Posten lofa Skipið.

SkibetGlæpasagnahöfundurinn Stefán Máni vekur mikla lukku í Danmörku um þessar mundir. Í liðnum mánuði birtist opnugrein um hann ásamt viðtali í Politiken, og Jyllands Posten mærir danska þýðingu Skipsins, sjöundu skáldsögu hans, í fimm stjörnu (af sex mögulegum) dómi. Gagnrýnandi Jyllands Posten lofar verkið fyrir að sameina hasar og spennu samtímabókmennta við forna texta á tilkomumikinn hátt og hrósar Stefáni Mána fyrir lúmskan húmor, í verki sem hann segir dansa á mörkunum milli harmleiks og farsa.

Skipið er væntanlegt í sænskri þýðingu á þessu ári frá útgefandanum Albert Bonnier. Þýðingarrétturinn hefur að auki verið seldur til Frakklands (Gallimard) og Tékklands (Mottó).


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir