Íslendingasögurnar

Íslendingasögurnar væntanlegar í nýrri þýskri heildarútgáfu 2011. Eitt virtasta forlag Þýskalands annast útgáfu og markaðssetningu.

4. september, 2008

væntanlegar í nýrri þýskri heildarútgáfu 2011 Eitt virtasta forlag Þýskalands annast útgáfu og markaðssetningu

Heildarútgáfa Íslendingasagna mun koma út í Þýskalandi í nýrri, þýskri þýðingu árið 2011 samkvæmt samningi sem Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri þátttöku Íslands í Bókamessunni í Frankfurt árið 2011 og fulltrúi Fischer bókaforlagsins undirrituðu í Frankfurt þann 4. september 2008.

Samningurinn felur í sér að Íslendingar greiða stóran hluta kostnaðarins við sjálfa þýðinguna, en Fischer forlagið annast útgáfuna, þar með talið vandaða ritstjórn og myndarlega markaðssetningu sagnanna.

Framlag Íslands er hluti kostnaðar við að taka þátt í Bókakaupstefnunni í Frankfurt sem heiðursgestur 2011.
Íslendingasögurnar munu koma út í glæsilegri útgáfu í fimm bindum og stefnt er að því að útgáfunni sé að mestu lokið 2011, en í framhaldinu hyggst Fischer gefa sögurnar út bæði í hljóðbók og kiljuformi. Fischer tekst á hendur umfangsmikið kynningarstarf, bæði gagnvart almenningi og bóksölum sem nær hámarki á bókastefnunni. Hyggst forlagið með kynningunni ,,varpa ljósi á þennan einstaka hátind evrópskra miðaldabókmennta”, eins og segir í samningnum. Árið 2011 verða liðin 125 ár frá stofnun Fischer-forlagsins, og verður útgáfa sagnanna lykilatburður í afmæli þessa merka forlags, sem er eitt hið stærsta og virtasta í Þýskalandi.

Markmiðið er Íslendingsögurnar komi út í læsilegum, bókmenntalegum þýðingum og verður að sjálfsögðu þýtt úr íslensku. Tekið verður mið af ensku heildarútgáfunni sem kom út fyrir nokkrum árum hjá bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar, og hefur verið leitað samstarfs við hana varðandi skýringar og skrár ensku þýðingarinnar. Nýja þýska útgáfan verður útbúin með skýringum, landabréfum og ættartrjám og ætluð almennum lesendum fremur en fræðimönnum. Ritstjórar útgáfunnar verða Dr. Julia Zernack, prófessor við Johann Wolfgang Goethe háskólann í Frankfurt og Klaus Böldl, prófessor við háskólann í Kiel og sérfræðingur í Eddukvæðum og íslenskum fornsögum. Í hópi þýðenda verða bæði reyndir þýðendur fornbókmennta, eins og Betty Wahl, og mikils metnir þýðendur nútímabókmennta, eins og Kristof Magnússon, Tina Flecken og Karl Ludwig Wetzig.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir