Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón

Þingið fer fram í lok apríl og að þessu sinni verður áhersla lögð á þýðingar verka Sjóns og eiga allir þátttakendur það sameiginlegt að hafa þýtt verk eftir höfundinn og skáldið úr íslensku á sín móðurmál

13. mars, 2025

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. Að þessu sinni taka þátt 12 þýðendur frá jafnmörgum málsvæðum. 

Sjonmynd_1736505777070

Áhugi á íslenskum bókmenntum er mikill víða um heim og erlendar þýðingar bókmenntanna gegna lykilhlutverki í útbreiðslu þeirra um heiminn. Markmið okkar með þýðendaþingum á Íslandi er að hvetja þýðendur íslenskra bókmennta til dáða og auðvelda þeim að komast í snertingu við íslenskar bækur, höfunda og menningu á líðandi stund, sem og að fá nýtt fólk til starfans svo eðlileg endurnýjun verði í faginu.

Áhersla á þýðingar verka Sjóns

Að þessu sinni verður áhersla lögð á þýðingar verka Sjóns og eiga allir þátttakendur í þýðendaþinginu það sameiginlegt að hafa þýtt verk eftir höfundinn og skáldið úr íslensku á sín móðurmál. 

Sjon-forsida_1741879423631

Til umræðu verður m.a. nýlegt greinasafn um Sjón, Critical Approaches to Sjón: North of the Sun, sem Routledge gaf út, í ritstjórn Lindu Badley, prófessor emerita í ensku og kvikmyndafræði við Háskólann í Middle Tennessee State, Úlfhildar Dagsdóttur, bókmenntafræðings og rithöfundar og Gitte Mose, prófessor emerita við Háskólann í Osló.

Greinasafnið er fyrsta bókin sem kemur út á ensku um íslenskan samtímahöfund og sú fyrsta á erlendu máli um íslenskan nútímahöfund síðustu sex áratugina eða svo. Í bókinni er lesendum gefin innsýn í hinn sérstæða og fjölbreytilega skáldskap Sjóns, auk þess sem lögð er áhersla á önnur verk hans á sviði kvikmynda og myndlistar. 

Verk Sjóns hafa verið þýdd á fjölda tungumála og hafa vakið verðskuldaða athygli. Bækur hans, ljóð og önnur verk eru fjölbreytt og innihalda ólíka þræði, þemu og stíl. Á þýðendaþinginu gefst þýðendum tækifæri á að vinna með texta Sjóns á afslappaðan og skapandi hátt, eiga samverustund með höfundinum og kynnast öðrum þýðendum sem hafa einnig þýtt verk hans.

Dagskrá þingsins nær yfir tvo daga og verður blanda af fyrirlestrum, vinnustofum, heimsóknum og skemmtilegri samveru. Þingið er haldið í beinu framhaldi af Bókmenntahátíð í Reykjavík 2025.


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir