Garðurinn seldur til Noregs

22. júlí, 2009

Gerður Kristný fetar í fótspor stórskálda...

Norska forlagið Bokvennen hefur keypt útgáfuréttinn að Garðinum, metsölubók Gerðar Kristnýjar frá því í fyrra. Slæst hún þar með í hóp með Steini Steinarri og Snorra Sturlusyni, en forlagið hefur séð um útgáfu verka þeirra í Noregi. Útgáfurétturinn að bókinni hefur einnig verið seldur til forlagsins Bloomsbury/Berlin Verlag í Þýskalandi.

Garðurinn er spennusaga, með yfirnáttúrulegu ívafi, ætluð börnum og unglingum á aldrinum 11-15 ára. Í bókinni er fjallað um stúlkuna Eyju sem flytur í stórt hús við kirkjugarð í Reykjavíkurborg. Inn á nýja heimilið er keyptur forn leðurstóll, en Eyja finnur strax að eitthvað illt fylgir þessu húsgagni. Í ljós kemur að stóllinn hefur að geyma bréfasafn frá árinu 1918, þegar spænska veikin herjaði á Ísland. Grunur Eyju um að ekki sé allt með felldu styrkist þegar faðir hennar veikist heiftarlega, við það upphefst spennandi rannsókn þar sem Eyja hefst við að leysa ráðgátuna.

Gerður Kristný er nýkomin heim frá borginni Lahti í Finnlandi þar sem hún tók þátt í rithöfundaþingi. Þar las hún upp úr verkum sínum og stjórnaði að auki pallborðsumræðum þingsins á lokakvöldinu. Frammistaða hennar þar rataði í finnska fjölmiðla þar sem spaug hennar um efnahagsástandið á Íslandi vakti mikla lukku, en hún kvaðst vera frá landi elds,  íss og fjármálaóreiðu og sníkti smáaura af viðstöddum.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir