Garðurinn seldur til Noregs

22. júlí, 2009

Gerður Kristný fetar í fótspor stórskálda...

Norska forlagið Bokvennen hefur keypt útgáfuréttinn að Garðinum, metsölubók Gerðar Kristnýjar frá því í fyrra. Slæst hún þar með í hóp með Steini Steinarri og Snorra Sturlusyni, en forlagið hefur séð um útgáfu verka þeirra í Noregi. Útgáfurétturinn að bókinni hefur einnig verið seldur til forlagsins Bloomsbury/Berlin Verlag í Þýskalandi.

Garðurinn er spennusaga, með yfirnáttúrulegu ívafi, ætluð börnum og unglingum á aldrinum 11-15 ára. Í bókinni er fjallað um stúlkuna Eyju sem flytur í stórt hús við kirkjugarð í Reykjavíkurborg. Inn á nýja heimilið er keyptur forn leðurstóll, en Eyja finnur strax að eitthvað illt fylgir þessu húsgagni. Í ljós kemur að stóllinn hefur að geyma bréfasafn frá árinu 1918, þegar spænska veikin herjaði á Ísland. Grunur Eyju um að ekki sé allt með felldu styrkist þegar faðir hennar veikist heiftarlega, við það upphefst spennandi rannsókn þar sem Eyja hefst við að leysa ráðgátuna.

Gerður Kristný er nýkomin heim frá borginni Lahti í Finnlandi þar sem hún tók þátt í rithöfundaþingi. Þar las hún upp úr verkum sínum og stjórnaði að auki pallborðsumræðum þingsins á lokakvöldinu. Frammistaða hennar þar rataði í finnska fjölmiðla þar sem spaug hennar um efnahagsástandið á Íslandi vakti mikla lukku, en hún kvaðst vera frá landi elds,  íss og fjármálaóreiðu og sníkti smáaura af viðstöddum.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir