Handritin á heimslista UNESCO

6. ágúst, 2009

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur sett handritasafn Árna Magnússonar á sérstaka varðveisluskrá sína.

HandritMenningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur sett handritasafn Árna Magnússonar á sérstaka varðveisluskrá sína. Frá árinu 1997 hefur stofnunin skrásett minjar sem þykja hafa ótvírætt varðveislugildi fyrir menningararf mannkyns. Safnið nefnist „Memory of the World“, eða „Minni veraldar“ og telur nú 193 minjar víðs vegar úr heiminum. Forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar, Guðrún Nordal, segir þessi gleðitíðindi vera staðfestingu á mikilvægi safnsins og sýni fram á að handritin eigi erindi við heim allan.

Í rökstuðningi UNESCO segir að handritasafn Árna Magnússonar sé ein mikilvægasta heimild um menningu Norðurlanda og stórs hluta Evrópu á miðöldum, endurreisnartímanum og nýöld. Ennfremur veiti þau ómetanleg dæmi um þá einstöku frásagnarhefð sem birtist í miðaldabókmenntum Íslendinga, bókmenntaverk sem eru lesin víða um heim á fjölmörgum tungumálum enn þann dag í dag. Í safninu eru mörg eintök af Íslendingasögunum sem eru tvímælalaust mikilvægur hluti af heimsbókmenntum, en þar má meðal annars að finna helstu heimildir Eddukvæða og Brennu-Njáls sögu.

Handritasafnið hefur að geyma sextán hundruð handrit og handritahluta úr safni Árna Magnússonar, auk á annað hundruð handrita úr Árnasafni í Kaupmannahöfn og fjölda fornbréfa sem Árni safnaði. Það er fyrst íslenskra minja til að komast í varðveisluskrána.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir