Níunda Bókmenntahátíðin í Reykjavík

10. september, 2009

Vikuna 6. – 12. september 2009 gefst Reykvíkingum kostur á að hlýða á upplestra, viðtöl og pallborðsumræður með íslenskum og erlendum rithöfundum.

Bókmenntahátíðin í Reykjavík er nú haldin í 9. sinn, en fyrsta hátíðin var haldin árið 1985 og að undanförnu hefur hún verið haldin annað hvert ár. Venju samkvæmt verður hátíðin í ár vettvangur innlendra og erlendra rithöfunda sem kynna verk sín og segja frá lífi sínu og störfum í formi upplestra, viðtala og pallborðsumræðna. Í stjórn Bókmenntahátíðarinnar sitja meðal annarra rithöfundarnir Sjón, Einar Kárason og Thor Vilhjálmsson, en formaður hennar er Sigurður Valgeirsson. Áhersla er lögð á að gefa íslenskum lesendum tækifæri til að kynnast erlendum höfundum, en líka á að styrkja sambönd höfunda og þýðenda innbyrðis.

Bókmenntahátíðin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Frá 6. – 12. september verða upplestrar í Norrænahúsinu og Iðnó. Í ár kynna meðal annars Steinar Bragi og Yrsa Sigurðardóttir verk sín. Meðal erlendra höfunda má nefna íranska rithöfundinn Kader Adbolah og verðlaunahafann Luis López Nieves frá Púertó Rico og lesa þeir báðir úr verkum sínum. Þekktasti höfundur hátíðarinnar er eflaust Michael Ondaatje, sem skrifaði bókina „The English Patient“ sem náði miklum vinsældum. Hann kemur hér í hópi kanadískra ljóðskálda.

Hátíðinni lýkur á laugardaginn  með útgefendamálþingi þar sem þemað er „Bókaútgáfa á 21. öld“ og ljóðadagskrá sem stendur allan eftirmiðdaginn.

Frekari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar er að finna á www.bokmenntahatid.is



Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir