Atómskáldin á þýsku

14. september, 2009

Sumarið 2011 stendur til að gefa út bók um atómskáldin í Þýskalandi, ljóðaúrval þar sem sjónum verður beint að ljóðum fimm nútímaskálda sem voru fremst í flokki þeirrar formbyltingar sem varð í íslenskri ljóðlist á 20. öld.

Sumarið 2011 stendur til að gefa út bók um atómskáldin í Þýskalandi, ljóðaúrval þar sem sjónum verður beint að ljóðum fimm nútímaskálda sem voru fremst í flokki þeirrar formbyltingar sem varð í íslenskri ljóðlist á 20. öld; kvæðum Einars Braga, Hannesar Sigfússonar, Jóns Óskars, Sigfúsar Daðasonar og Stefáns Harðar Grímssonar.

Ritstjórar bókarinnar eru Eysteinn Þorvaldsson og Wolfgang Schiffer, leiklistarstjóri útvarpsstöðvarinnar WDR í Köln. Schiffer, sem nú er staddur hér á landi við efnisöflun, hefur um árabil unnið að kynningu á íslenskri ljóðlist í Þýskalandi, meðal annars í bókmenntatímaritinu Die Horen þar sem mörg íslensk ljóðskáld hafa verið kynnt.

Í bókinni verður áhersla lögð á fyrsta tímabil í skáldanna og sögulegu mikilvægi ljóðanna gerð skil; hún verður með óhefðbundnu sniði þar sem blandað verður saman ljóðaþýðingum, umfjöllun um tímabilið, pólitísk átök og deilur um skáldin og list þeirra. Einnig verða í bókinni hugleiðingar samtímaskálda um atómskáldin, þar á meðal eru Gyrðir Elíasson, Sjón, Einar Már Guðmundsson og Steinunn Sigurðardóttir.

Wolfgang Schiffer tekur fagnandi hvers konar úrklippum og ljósmyndum sem tengjast ljóðskáldunum á þessu tímabili, og má hafa samband við hann með því að skrifa til info@sagenhaftes-island.is.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir