Atómskáldin á þýsku

14. september, 2009

Sumarið 2011 stendur til að gefa út bók um atómskáldin í Þýskalandi, ljóðaúrval þar sem sjónum verður beint að ljóðum fimm nútímaskálda sem voru fremst í flokki þeirrar formbyltingar sem varð í íslenskri ljóðlist á 20. öld.

Sumarið 2011 stendur til að gefa út bók um atómskáldin í Þýskalandi, ljóðaúrval þar sem sjónum verður beint að ljóðum fimm nútímaskálda sem voru fremst í flokki þeirrar formbyltingar sem varð í íslenskri ljóðlist á 20. öld; kvæðum Einars Braga, Hannesar Sigfússonar, Jóns Óskars, Sigfúsar Daðasonar og Stefáns Harðar Grímssonar.

Ritstjórar bókarinnar eru Eysteinn Þorvaldsson og Wolfgang Schiffer, leiklistarstjóri útvarpsstöðvarinnar WDR í Köln. Schiffer, sem nú er staddur hér á landi við efnisöflun, hefur um árabil unnið að kynningu á íslenskri ljóðlist í Þýskalandi, meðal annars í bókmenntatímaritinu Die Horen þar sem mörg íslensk ljóðskáld hafa verið kynnt.

Í bókinni verður áhersla lögð á fyrsta tímabil í skáldanna og sögulegu mikilvægi ljóðanna gerð skil; hún verður með óhefðbundnu sniði þar sem blandað verður saman ljóðaþýðingum, umfjöllun um tímabilið, pólitísk átök og deilur um skáldin og list þeirra. Einnig verða í bókinni hugleiðingar samtímaskálda um atómskáldin, þar á meðal eru Gyrðir Elíasson, Sjón, Einar Már Guðmundsson og Steinunn Sigurðardóttir.

Wolfgang Schiffer tekur fagnandi hvers konar úrklippum og ljósmyndum sem tengjast ljóðskáldunum á þessu tímabili, og má hafa samband við hann með því að skrifa til info@sagenhaftes-island.is.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir