Næsta Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2011

21. september, 2009

Níundu hátíðinni lauk með málþingi útgefenda og ljóðadagskrá.

Bókmenntahátíðinni í Reykjavík, þeirri níundu í röðinni, lauk laugardaginn 12. september sl. með málþingi útgefenda í Norræna húsinu og dagskrá tileinkaðri ljóðum Griffin-skáldanna en það eru skáld sem tengjast hinum virtu kanadísku Griffin-ljóðaverðlaunum.

Aðstandendur hátíðarinnar eru ánægðir með hvernig til tókst og sögðu marga hafa lagt leið sína á viðburði hátíðarinnar. Hátíðin er haldin á tveggja ára fresti og því næst haldin árið 2011.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir