Næsta Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2011

21. september, 2009

Níundu hátíðinni lauk með málþingi útgefenda og ljóðadagskrá.

Bókmenntahátíðinni í Reykjavík, þeirri níundu í röðinni, lauk laugardaginn 12. september sl. með málþingi útgefenda í Norræna húsinu og dagskrá tileinkaðri ljóðum Griffin-skáldanna en það eru skáld sem tengjast hinum virtu kanadísku Griffin-ljóðaverðlaunum.

Aðstandendur hátíðarinnar eru ánægðir með hvernig til tókst og sögðu marga hafa lagt leið sína á viðburði hátíðarinnar. Hátíðin er haldin á tveggja ára fresti og því næst haldin árið 2011.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir