Yrsa á rússnesku

22. september, 2009

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur.

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur: Þriðja táknið og Sér grefur gröf. Forlagið hefur á sínum snærum marga af vinsælustu rithöfundum heims, svo sem Dan Brown, Stephen King, Stephanie Meyer, Chuck Palahniuk og John Grisham. Nú slæst Yrsa í hópinn.

Yrsa í HelsingborgSér grefur gröf kom út á Bretlandseyjum fyrr á þessu ári, í þýðingu Bernard Scudder, og vakti mikla lukku meðal gagnrýnenda og glæpasagnaaðdáenda. Útgefandi Yrsu í Englandi, Hodder & Stoughton hefur í framhaldi af velgengni bókarinnar tryggt sér réttinn útgáfu á næstu tveimur bókum hennar, Auðnin og Aska. Ekki má heldur gleyma að til stendur að gefa út Sér grefur gröf á arabísku, en samningar tókust á milli Bókaforlagsins Veraldar og egypska útgefandans Arabesque Publishing Press síðasta vor.

Stutt er í næstu glæpasögu Yrsu, en hún væntanleg fyrir jól.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir