Yrsa á rússnesku

22. september, 2009

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur.

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur: Þriðja táknið og Sér grefur gröf. Forlagið hefur á sínum snærum marga af vinsælustu rithöfundum heims, svo sem Dan Brown, Stephen King, Stephanie Meyer, Chuck Palahniuk og John Grisham. Nú slæst Yrsa í hópinn.

Yrsa í HelsingborgSér grefur gröf kom út á Bretlandseyjum fyrr á þessu ári, í þýðingu Bernard Scudder, og vakti mikla lukku meðal gagnrýnenda og glæpasagnaaðdáenda. Útgefandi Yrsu í Englandi, Hodder & Stoughton hefur í framhaldi af velgengni bókarinnar tryggt sér réttinn útgáfu á næstu tveimur bókum hennar, Auðnin og Aska. Ekki má heldur gleyma að til stendur að gefa út Sér grefur gröf á arabísku, en samningar tókust á milli Bókaforlagsins Veraldar og egypska útgefandans Arabesque Publishing Press síðasta vor.

Stutt er í næstu glæpasögu Yrsu, en hún væntanleg fyrir jól.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir