Yrsa á rússnesku

22. september, 2009

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur.

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur: Þriðja táknið og Sér grefur gröf. Forlagið hefur á sínum snærum marga af vinsælustu rithöfundum heims, svo sem Dan Brown, Stephen King, Stephanie Meyer, Chuck Palahniuk og John Grisham. Nú slæst Yrsa í hópinn.

Yrsa í HelsingborgSér grefur gröf kom út á Bretlandseyjum fyrr á þessu ári, í þýðingu Bernard Scudder, og vakti mikla lukku meðal gagnrýnenda og glæpasagnaaðdáenda. Útgefandi Yrsu í Englandi, Hodder & Stoughton hefur í framhaldi af velgengni bókarinnar tryggt sér réttinn útgáfu á næstu tveimur bókum hennar, Auðnin og Aska. Ekki má heldur gleyma að til stendur að gefa út Sér grefur gröf á arabísku, en samningar tókust á milli Bókaforlagsins Veraldar og egypska útgefandans Arabesque Publishing Press síðasta vor.

Stutt er í næstu glæpasögu Yrsu, en hún væntanleg fyrir jól.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir