Yrsa á rússnesku

22. september, 2009

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur.

Bókaforlagið Veröld samdi nú á dögunum við stærsta forlag Rússlands, AST, um útgáfu á tveimur skáldsögum Yrsu Sigurðardóttur: Þriðja táknið og Sér grefur gröf. Forlagið hefur á sínum snærum marga af vinsælustu rithöfundum heims, svo sem Dan Brown, Stephen King, Stephanie Meyer, Chuck Palahniuk og John Grisham. Nú slæst Yrsa í hópinn.

Yrsa í HelsingborgSér grefur gröf kom út á Bretlandseyjum fyrr á þessu ári, í þýðingu Bernard Scudder, og vakti mikla lukku meðal gagnrýnenda og glæpasagnaaðdáenda. Útgefandi Yrsu í Englandi, Hodder & Stoughton hefur í framhaldi af velgengni bókarinnar tryggt sér réttinn útgáfu á næstu tveimur bókum hennar, Auðnin og Aska. Ekki má heldur gleyma að til stendur að gefa út Sér grefur gröf á arabísku, en samningar tókust á milli Bókaforlagsins Veraldar og egypska útgefandans Arabesque Publishing Press síðasta vor.

Stutt er í næstu glæpasögu Yrsu, en hún væntanleg fyrir jól.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir