Icelandair styður Sagenhaftes Island

28. september, 2009

Samstarfssamningur milli Sagenhaftes Island og Icelandair var undirritaður  28. september 2009.

  • Landsbankinn - undirritun

Í dag, mánudaginn 28, september, var undirritaður samstarfsamningur milli Icelandair og Sagenhaftes Island – heiðurgestur bókasýningarinnar í Frankfurt 2011. Felur samningurinn í sér að Icelandair veitir verkefninu styrk í formi flugmiða og afsláttar af flugmiðum.

Icelandair, sem heldur uppi áætlunarflugi til áfangastaða í Þýskalandi, þar á meðal Frankfurt, mun leggja verkefninu lið með því annars vegar að gera því kleift að bjóða hingað fjölda þýskra fjölmiðlamanna alveg fram til haustsins 2011, og með því að veita verkefninu afslátt á flugmiðum til Þýskalands. Vænta báðir aðilar góðs af þessu samstarfi.

Á myndinni eru Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sagenhaftes Island og Sigtryggur Magnason, formaður verkefnisstjórnar Sagenhaftes Island.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir