Icelandair styður Sagenhaftes Island

28. september, 2009

Samstarfssamningur milli Sagenhaftes Island og Icelandair var undirritaður  28. september 2009.

  • Landsbankinn - undirritun

Í dag, mánudaginn 28, september, var undirritaður samstarfsamningur milli Icelandair og Sagenhaftes Island – heiðurgestur bókasýningarinnar í Frankfurt 2011. Felur samningurinn í sér að Icelandair veitir verkefninu styrk í formi flugmiða og afsláttar af flugmiðum.

Icelandair, sem heldur uppi áætlunarflugi til áfangastaða í Þýskalandi, þar á meðal Frankfurt, mun leggja verkefninu lið með því annars vegar að gera því kleift að bjóða hingað fjölda þýskra fjölmiðlamanna alveg fram til haustsins 2011, og með því að veita verkefninu afslátt á flugmiðum til Þýskalands. Vænta báðir aðilar góðs af þessu samstarfi.

Á myndinni eru Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, Halldór Guðmundsson, verkefnisstjóri Sagenhaftes Island og Sigtryggur Magnason, formaður verkefnisstjórnar Sagenhaftes Island.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir