Þrjátíu íslenskir rithöfundar komnir með útgefanda í Þýskalandi

8. október, 2009

Afar góðar undirtektir við Frankfurt 2011

Þýsk bókaforlög hafa sýnt þeirri staðreynd mikinn áhuga að Ísland verði heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011. Það sem af er árinu hefur verkefnið „Sagenhaftes Island“ unnið að kynningu íslenskra bókmennta gagnvart þýskum bókaforlögum, í samvinnu við íslensk forlög og höfunda. Undirtektir hafa farið fram úr björtustu vonum og nú eru þrjátíu íslenskir rithöfundar komnir með útgefanda í Þýskalandi og á sú tala þó eftir að hækka.

Útgáfa á íslenskum bókmenntum á þýskum markaði, sem nær til eitt hundrað milljóna lesenda, hefur farið vaxandi undanfarin tíu ár. Undir aldamót voru um tíu bækur þýddar úr íslensku á þýsku árlega, á síðustu árum hafa það verið um tuttugu, en árið 2011 má gera ráð fyrir að þær verði um eitt hundrað.

Þegar er ákveðið  að allar Íslendingasögurnar komi út í nýjum þýðingum eftir tvö ár, en nú er ljóst að fjöldi íslenskra samtímahöfunda mun koma út þetta ár. Þýski bókamarkaðurinn opnar einnig dyr að öðrum málsvæðum og því getur þessi árangur haft margfeldisáhrif.

Sagenhaftes Island hefur einnig átt í viðræðum við þýsk söfn um myndlistarsýningar þetta haust og einnig á því sviði hafa undirtektir verið framúrskarandi góðar – áhuginn á íslenskri menningu og listum er einlægur og fer vaxandi.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir