Þrjátíu íslenskir rithöfundar komnir með útgefanda í Þýskalandi

8. október, 2009

Afar góðar undirtektir við Frankfurt 2011

Þýsk bókaforlög hafa sýnt þeirri staðreynd mikinn áhuga að Ísland verði heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt árið 2011. Það sem af er árinu hefur verkefnið „Sagenhaftes Island“ unnið að kynningu íslenskra bókmennta gagnvart þýskum bókaforlögum, í samvinnu við íslensk forlög og höfunda. Undirtektir hafa farið fram úr björtustu vonum og nú eru þrjátíu íslenskir rithöfundar komnir með útgefanda í Þýskalandi og á sú tala þó eftir að hækka.

Útgáfa á íslenskum bókmenntum á þýskum markaði, sem nær til eitt hundrað milljóna lesenda, hefur farið vaxandi undanfarin tíu ár. Undir aldamót voru um tíu bækur þýddar úr íslensku á þýsku árlega, á síðustu árum hafa það verið um tuttugu, en árið 2011 má gera ráð fyrir að þær verði um eitt hundrað.

Þegar er ákveðið  að allar Íslendingasögurnar komi út í nýjum þýðingum eftir tvö ár, en nú er ljóst að fjöldi íslenskra samtímahöfunda mun koma út þetta ár. Þýski bókamarkaðurinn opnar einnig dyr að öðrum málsvæðum og því getur þessi árangur haft margfeldisáhrif.

Sagenhaftes Island hefur einnig átt í viðræðum við þýsk söfn um myndlistarsýningar þetta haust og einnig á því sviði hafa undirtektir verið framúrskarandi góðar – áhuginn á íslenskri menningu og listum er einlægur og fer vaxandi.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir