Svartfugl Gunnars Gunnarssonar kominn út í nýrri þýskri þýðingu

27. október, 2009

Eitt þekktasta verk Gunnars þýtt af Karl Ludwig Wetzig

Reclam forlagið í Þýskalandi hefur nú gefið út eitt þekktasta verk Gunnars Gunnarssonar Svartfugl (1929) í nýrri og endurskoðaðri þýðingu Karl Ludwig Wetzig. Bókin var skrifuð þegar skáldið var á hátindi ferilsins, á árunum 1923-1933, en á því tímabili komu frá honum stærstu verk hans: Fjallkirkjan, Sælir eru einfaldir og Vikivaki. Svartfugl er söguleg skáldsaga sem tekur til skoðunar eitt þekktasta sakamál í sögu Íslands, morðin sem framin voru á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir