Svartfugl Gunnars Gunnarssonar kominn út í nýrri þýskri þýðingu

27. október, 2009

Eitt þekktasta verk Gunnars þýtt af Karl Ludwig Wetzig

Reclam forlagið í Þýskalandi hefur nú gefið út eitt þekktasta verk Gunnars Gunnarssonar Svartfugl (1929) í nýrri og endurskoðaðri þýðingu Karl Ludwig Wetzig. Bókin var skrifuð þegar skáldið var á hátindi ferilsins, á árunum 1923-1933, en á því tímabili komu frá honum stærstu verk hans: Fjallkirkjan, Sælir eru einfaldir og Vikivaki. Svartfugl er söguleg skáldsaga sem tekur til skoðunar eitt þekktasta sakamál í sögu Íslands, morðin sem framin voru á bænum Sjöundá á Rauðasandi árið 1802.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir