Óttar M. Norðfjörð á spænsku

24. nóvember, 2009

Bækur Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams og Sólkross, munu fá dreifingu í um tuttugu löndum

Samningar tókust á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones á bókamessunni í Frankfurt um útgáfu á bókunum Sólkross og Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. Samningurinn miðast við útgáfu í öllum hinum spænskumælandi heimi, sem þýðir að bækurnar munu hljóta dreifingu í allt að tuttugu löndum.Til stendur að gefa út Sólkross jólin 2010 og Hníf Abrahams 2011.

Útgáfurétturinn að Sólkrossi var nýverið seldur til Þýskalands, Austurríkis og Sviss. Hnífur Abrahams hefur þegar komið út í Hollandi á vegum Verbum Crime forlagsins.

Paradísarborgin

Út er komin nýjasta bók Óttars, Paradísarborgin, sem Sögur útgáfa gefur út. Sagan fjallar um mann á miðjum fertugsaldri sem flytur inn á heimili móður sinnar eftir að faðir hans fellur frá. Við endurbætur á kjallara hússins uppgötvast harðger myglusveppur sem skyndilega yfirtekur borgina.

Gagnrýnendur hafa lýst bókinni sem allegóríu um íslenskt samfélag og hrun fjármálakerfisins.  Ásgeir H. Ingólfsson, gagnrýnandi menningarvefsíðunnar Kistan.is, segir að í bókinni mætist tvær ólíkar hliðar Óttars; afþreyingarhöfundurinn og ádeiluhöfundurinn í kreppusögu sem „þrælvirkar“. Erla Hlynsdóttir, gagnrýnandi DV, var einnig hrifin af bókinni: „Paradísarborgin er margslungin saga og ég er sannfærð um að hún á eftir að verða klassík þegar fram dregur. [...] Óttar vex með hverri bók og sýna efnistök hans og stílgáfa að honum eru allir vegir færir.“



Allar fréttir

Góður NordLit fundur í Helsinki - 26. janúar, 2026 Fréttir

Árlega fer fram sameiginlegur vinnufundur starfsfólks norrænu bókmenntamiðstöðvanna, til skiptis í höfuðborgum landanna, að þessu sinni í Helsinki.

Nánar

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

Allar fréttir