Óttar M. Norðfjörð á spænsku

24. nóvember, 2009

Bækur Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams og Sólkross, munu fá dreifingu í um tuttugu löndum

Samningar tókust á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones á bókamessunni í Frankfurt um útgáfu á bókunum Sólkross og Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. Samningurinn miðast við útgáfu í öllum hinum spænskumælandi heimi, sem þýðir að bækurnar munu hljóta dreifingu í allt að tuttugu löndum.Til stendur að gefa út Sólkross jólin 2010 og Hníf Abrahams 2011.

Útgáfurétturinn að Sólkrossi var nýverið seldur til Þýskalands, Austurríkis og Sviss. Hnífur Abrahams hefur þegar komið út í Hollandi á vegum Verbum Crime forlagsins.

Paradísarborgin

Út er komin nýjasta bók Óttars, Paradísarborgin, sem Sögur útgáfa gefur út. Sagan fjallar um mann á miðjum fertugsaldri sem flytur inn á heimili móður sinnar eftir að faðir hans fellur frá. Við endurbætur á kjallara hússins uppgötvast harðger myglusveppur sem skyndilega yfirtekur borgina.

Gagnrýnendur hafa lýst bókinni sem allegóríu um íslenskt samfélag og hrun fjármálakerfisins.  Ásgeir H. Ingólfsson, gagnrýnandi menningarvefsíðunnar Kistan.is, segir að í bókinni mætist tvær ólíkar hliðar Óttars; afþreyingarhöfundurinn og ádeiluhöfundurinn í kreppusögu sem „þrælvirkar“. Erla Hlynsdóttir, gagnrýnandi DV, var einnig hrifin af bókinni: „Paradísarborgin er margslungin saga og ég er sannfærð um að hún á eftir að verða klassík þegar fram dregur. [...] Óttar vex með hverri bók og sýna efnistök hans og stílgáfa að honum eru allir vegir færir.“



Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir