Óttar M. Norðfjörð á spænsku

24. nóvember, 2009

Bækur Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams og Sólkross, munu fá dreifingu í um tuttugu löndum

Samningar tókust á milli Sögur útgáfu og spænska bókaforlagsins Duomo Ediciones á bókamessunni í Frankfurt um útgáfu á bókunum Sólkross og Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð á spænsku. Samningurinn miðast við útgáfu í öllum hinum spænskumælandi heimi, sem þýðir að bækurnar munu hljóta dreifingu í allt að tuttugu löndum.Til stendur að gefa út Sólkross jólin 2010 og Hníf Abrahams 2011.

Útgáfurétturinn að Sólkrossi var nýverið seldur til Þýskalands, Austurríkis og Sviss. Hnífur Abrahams hefur þegar komið út í Hollandi á vegum Verbum Crime forlagsins.

Paradísarborgin

Út er komin nýjasta bók Óttars, Paradísarborgin, sem Sögur útgáfa gefur út. Sagan fjallar um mann á miðjum fertugsaldri sem flytur inn á heimili móður sinnar eftir að faðir hans fellur frá. Við endurbætur á kjallara hússins uppgötvast harðger myglusveppur sem skyndilega yfirtekur borgina.

Gagnrýnendur hafa lýst bókinni sem allegóríu um íslenskt samfélag og hrun fjármálakerfisins.  Ásgeir H. Ingólfsson, gagnrýnandi menningarvefsíðunnar Kistan.is, segir að í bókinni mætist tvær ólíkar hliðar Óttars; afþreyingarhöfundurinn og ádeiluhöfundurinn í kreppusögu sem „þrælvirkar“. Erla Hlynsdóttir, gagnrýnandi DV, var einnig hrifin af bókinni: „Paradísarborgin er margslungin saga og ég er sannfærð um að hún á eftir að verða klassík þegar fram dregur. [...] Óttar vex með hverri bók og sýna efnistök hans og stílgáfa að honum eru allir vegir færir.“



Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir