Erlend forlög keppast um Jón Kalman

27. nóvember, 2009

Útgáfurétturinn að Himnaríki og helvíti hefur verið seldur til Ítalíu, Spánar og Hollands

Síðan MacLehose Press útgáfan tryggði sér þýðingarréttinn að Himnaríki og helvíti á ensku fyrir tæpu ári hefur áhugi erlendra forlaga á bókinni verið mikill.

jon-kalmanMörg ítölsk forlög hafa seilst eftir útgáfuréttinum en Iperboria-forlagið nældi í hann að lokum eftir mikla keppni og Salamandra, eitt stærsta forlag í hinum spænskumælandi heimi, hefur nú tryggt sér þýðingarréttinn að bókinni á Spáni. Rétturinn hefur að auki verið keyptur af hollenska útgefandanum Ambo Anthos í Hollandi. Áður hafði útgáfurétturinn verið seldur til Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands og Frakklands.

Jón Kalman hefur fylgt verkinu eftir með bókinni Harmur englanna, sjálfstæðu framhaldi Himnaríkis og helvítis, þar sem þroskasaga stráksins heldur áfram. Bókin hefur hlotið afbragðsdóma. Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi Víðsjár, segir verkið marka tímamót í ferli Jóns Kalmans: „Eins og öll mikil listaverk er Harmur englanna unnið af mikilli natni. Frásagnatækni Jóns Kalmans nær hér hæstu hæðum ... frásögnin hrífur í sjálfri sér og tekur lesandann með.“ Páll Baldvin Baldvinsson, hjá Fréttablaðinu, var einnig hrifinn af bókinni segir hana vera áfanga: „Frábærlega vel skrifuð ... áhrifamikil og spennandi lesning um hlut fólks sem gekk þessar götur á undan okkur...“.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir