Erlend forlög keppast um Jón Kalman

27. nóvember, 2009

Útgáfurétturinn að Himnaríki og helvíti hefur verið seldur til Ítalíu, Spánar og Hollands

Síðan MacLehose Press útgáfan tryggði sér þýðingarréttinn að Himnaríki og helvíti á ensku fyrir tæpu ári hefur áhugi erlendra forlaga á bókinni verið mikill.

jon-kalmanMörg ítölsk forlög hafa seilst eftir útgáfuréttinum en Iperboria-forlagið nældi í hann að lokum eftir mikla keppni og Salamandra, eitt stærsta forlag í hinum spænskumælandi heimi, hefur nú tryggt sér þýðingarréttinn að bókinni á Spáni. Rétturinn hefur að auki verið keyptur af hollenska útgefandanum Ambo Anthos í Hollandi. Áður hafði útgáfurétturinn verið seldur til Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands og Frakklands.

Jón Kalman hefur fylgt verkinu eftir með bókinni Harmur englanna, sjálfstæðu framhaldi Himnaríkis og helvítis, þar sem þroskasaga stráksins heldur áfram. Bókin hefur hlotið afbragðsdóma. Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi Víðsjár, segir verkið marka tímamót í ferli Jóns Kalmans: „Eins og öll mikil listaverk er Harmur englanna unnið af mikilli natni. Frásagnatækni Jóns Kalmans nær hér hæstu hæðum ... frásögnin hrífur í sjálfri sér og tekur lesandann með.“ Páll Baldvin Baldvinsson, hjá Fréttablaðinu, var einnig hrifinn af bókinni segir hana vera áfanga: „Frábærlega vel skrifuð ... áhrifamikil og spennandi lesning um hlut fólks sem gekk þessar götur á undan okkur...“.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir