Erlend forlög keppast um Jón Kalman

27. nóvember, 2009

Útgáfurétturinn að Himnaríki og helvíti hefur verið seldur til Ítalíu, Spánar og Hollands

Síðan MacLehose Press útgáfan tryggði sér þýðingarréttinn að Himnaríki og helvíti á ensku fyrir tæpu ári hefur áhugi erlendra forlaga á bókinni verið mikill.

jon-kalmanMörg ítölsk forlög hafa seilst eftir útgáfuréttinum en Iperboria-forlagið nældi í hann að lokum eftir mikla keppni og Salamandra, eitt stærsta forlag í hinum spænskumælandi heimi, hefur nú tryggt sér þýðingarréttinn að bókinni á Spáni. Rétturinn hefur að auki verið keyptur af hollenska útgefandanum Ambo Anthos í Hollandi. Áður hafði útgáfurétturinn verið seldur til Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands og Frakklands.

Jón Kalman hefur fylgt verkinu eftir með bókinni Harmur englanna, sjálfstæðu framhaldi Himnaríkis og helvítis, þar sem þroskasaga stráksins heldur áfram. Bókin hefur hlotið afbragðsdóma. Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi Víðsjár, segir verkið marka tímamót í ferli Jóns Kalmans: „Eins og öll mikil listaverk er Harmur englanna unnið af mikilli natni. Frásagnatækni Jóns Kalmans nær hér hæstu hæðum ... frásögnin hrífur í sjálfri sér og tekur lesandann með.“ Páll Baldvin Baldvinsson, hjá Fréttablaðinu, var einnig hrifinn af bókinni segir hana vera áfanga: „Frábærlega vel skrifuð ... áhrifamikil og spennandi lesning um hlut fólks sem gekk þessar götur á undan okkur...“.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir