Andra Snæ Magnasyni veitt evrópsk menningarverðlaun 

1. desember, 2009

KAIROS verðlaunin eru veitt fyrir að sameina listrænt og samfélagslegt starf

Verðlaunin verða afhent þann 28. febrúar 2010 og nemur verðlaunaféð 75.000 evrum. Þau eru á vegum Alfred Toepfer stofnunarinar og ætluð listamönnum á sviði  myndlistar, tónlistar, arkitektúrs, kvikmyndunar, ljósmyndunar, bókmennta og fjölmiðlunar. Verðlaunin eru nefnd eftir gríska guðinum KAIROS sem var guð hinnar “réttu stundar” og eru hugsuð sem hvatningarverðlaun. Alfred Toepfer stofnunin hefur um langt skeið veitt verðlaun á sviði menningar og lista, og er fólk eins og Harold Pinter, Pina Bauschs, Imre Kertesz og Ólafur Elíasson meðal þeirra sem þau hafa hlotið.

Dómnefndin byggði val sitt meðal annars á því að höfundi hafi tekist að snúa við friðsælu sambandi skálda við náttúruna, í stað hyllingar hvetji hann til virkni.  Í áliti hennar segir: Andri Snær “telur ekki að ljóðlist og barátta í þágu móður jarðar, fagurfræðileg skynjun og friðsamleg mótmæli útiloki hvert annað,  heldur styðji þau hvert annað”. Enn fremur að bók hans Draumalandið, sem kom út árið 2006 þar sem hann fjallar um áhrif stóriðju á íslenska náttúru, hafi átt sinn þátt í valinu. Í fréttatilkynningu Alfred Toepfer stofnunarinnar segir: “Með húmor og sannfæringarkrafti ljáir hann óhugmyndafræðilegri en kraftmikilli grasrótarhreyfingu á Íslandi rödd sína og sköpunarhæfileika”.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir