Spiegel mælir með Auðninni eftir Yrsu Sigurðardóttur

8. desember, 2009

Bókin valin ein af þremur mikilvægustu bókum liðinnar viku

Þýska vikuritið Spiegel hefur valið bók Yrsu Sigurðardóttur Auðnina sem eina af þremur mikilvægustu bókum síðustu viku. Auðnin kom nýverið út í þýskri þýðingu en Fischer Verlag gefur hana út.

Auðnin lýsir einangruðum rannsóknarbúðum íslensks fyrirtækis á Norðaustur Grænlandi. Lögfræðingurinn Þóra Guðmundsdóttir tekur þátt í leiðangri sem gerður er til að kanna aðstæður í búðunum og afdrif tveggja Íslendinga sem þar dvelja og ekkert hefur heyrst frá.

Gagnrýnandi Spiegel segir að söguhetja Peter Høegs Smilla, hafi nú fengið eftirmann sem að vísu hafi takmarkaðan áhuga á snjónum. Blaðið segir að Grænland sé nánast við bæjardyrnar hjá Íslendingum, ekki bara fyrir íslenska glæpasagnahöfunda, heldur einnig fyrir verkfræðinga en Yrsa starfi einmitt einnig sem verkfræðingur. Í Auðninni sameini hún því frásagnarhæfileika sína og eigin reynslu. „Og bláleit spor í ísnum leiða mann á ókunnar slóðir þar sem villtir hundar og stórhættulegar verur leynast."


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir