Nanna tilnefnd til Gourmand verðlaunanna

11. desember, 2009

Bókin Maturinn hennar Nönnu er tilnefnd til einna virtustu verðlauna heims í matar- og vínbókmenntum.

Maturinn hennar NönnuBók Nönnu Rögnvaldardóttur, Maturinn hennar Nönnu, er tilnefnd í tveimur flokkum til hinna virtu Gourmand World Cookbook verðlauna sem „Best Innovative Food Book“ og „Best Cookbook Illustrations“ árið 2009.

Verðlaunin hafa verið veitt undanfarin fjórtán ár og þykja mikill heiður. Tilgangur þeirra er meðal annars að hjálpa lesendum að velja milli þeirra 26.000 titla sem koma út árlega um mat og vín og auka þekkingu og virðingu fyrir matar- og vínmenningu.

Þetta er í annað sinn sem bók eftir íslenskan höfund er tilnefnd til verðlaunanna. Delicious Iceland eftir kokkinn Völund Snæ Völundarson hlaut sérstök heiðursverðlaun árið 2007. Í fyrra voru sendar inn rúmlega 6000 bækur frá 107 löndum og í ár taka alls 136 lönd þátt í keppninni.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir