RAX í New York Times

11. desember, 2009

Ný ljósmyndabók, Last Days of the Arctic, er væntanleg í september 2010.

Ragnar AxelssonNew York Times birti á dögunum umfjöllun um ljósmyndarann Ragnar Axelsson (einnig þekktur sem RAX) og væntanlega ljósmyndabók hans Last Days of the Arctic. Ragnar hefur undanfarin 30 ár fylgst með og skráð breytingar á umhverfi og lífsháttum á Norðurheimsskautssvæðinu. Í bókinni gefur að sjá ljósmyndir sem festa á filmu þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið á svæðinu vegna örra loftslagsbreytinga. Bókin er væntanleg í nóvember árið 2010.


Sjá umfjöllun NYT hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir