Velgengni á Norðurlöndum

30. desember, 2009

Glæsilegir dómar, verðlaun og vegleg umfjöllun. Þrír íslenskir höfundar gera það gott á Norðurlöndum.

Gerður Kristný, Þórarinn Leifsson og Hallgrímur Helgason hafa verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna mikillar velgengni á Norðurlöndum.

Gerður Kristný hlaut nýverið tilnefningu til Barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins fyrir barna- og unglingabókina Garðurinn, en verðlaunin eru veitt bókum sem þykja skara fram úr á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Í rökstuðningi dómnefndar er bókin sögð vera „gædd ríku innsæi í sálarlíf unglinga auk þess sem Gerður Kristný blandar saman ólíkum bókmenntagreinum og nýtir sér eiginleika draugasögunnar, fantasíunnar, þroskasögunnar og sögulegu skáldsögunnar,“. Verðlaunin verða veitt í ágúst 2010.

Þórarinn Leifsson fékk glæsilega umfjöllun í Politiken á dögunum, vegna barnabókar hans Leyndarmálið hans pabba, þar sem birt var tveggja blaðsíðna viðtal við hann í bókmenntakálfi blaðsins. Teikningar Þórarins prýddu auk þess bæði forsíðu dagblaðsins og bókakálfsins. Fréttablaðið greindi frá viðbrögðum Þórarins: „Ég er eiginlega í sjokki, ég vissi ekki að þetta yrði svona mikið [...]. Ég yrði sáttur við svona umfjöllun einu sinni á tíu árum,".  Nýjasta bók hans, Bókasafn Ömmu Huldar, kemur út í Danmörku næsta haust.

Bók Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa og byrja að vaska upp, kom nýlega út í Danmörku í þýðingu Ellen Boen, en hún hefur hlotið afar jákvæðar móttökur hjá dönskum bókmenntagagnrýnendum. Jyllandsposten og Berlingske Tidende gáfu henni 5 stjörnur og Politiken gaf henni 4. Menningarritstjóri Jyllandsposten segir bók Hallgríms vera eina af tveimur bestu bókum síðasta hausts þar í landi og er Hallgrímur sagður jafnvel skáka helstu spennusagnahöfundum Íslands.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir