Mjög stór kiljusamningur í Þýskalandi

29. janúar, 2010

Þrjár skáldsögur Hallgríms Helgasonar væntanlegar í kilju í Þýskalandi.

Gengið hefur verið frá samningi um útgáfu á þremur skáldsögum eftir Hallgrím Helgason við eitt virtasta og öflugasta kiljuforlag í Þýskalandi, dtv (Deutscher Taschenbuch Verlag). Um er að ræða skáldsögurnar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, Rokland og 101 Reykjavík. Kiljur eru mjög ráðandi á þýskum bókamarkaði og slík útgáfa tryggir bókum meiri sölu og lengri líftíma í búðum.

Þegar hafa þrjár bækur Hallgríms komið út á þýsku í hefðbundinni harðspjaldaútgáfu, hjá forlaginu Klett-Cotta í Stuttgart, og sú fjórða, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er væntanleg um miðjan febrúar undir titlinum Zehn Tipps, das Morden zu beenden und mit dem Abwasch zu beginnen. Er kiljusamningurinn einkum til kominn vegna þeirrar bókar en hún hefur þegar fengið góðar viðtökur í Danmörku og Hollandi.

Kiljusamningurinn er mjög myndarlegur og ber vitni um trú forlagsins á höfundinum og verkum hans, og sýnir líka að gert er ráð fyrir að það muni hafa góð áhrif á íslenskar bækur á þýskum markaði að Íslandi skuli verða heiðursgestur á Frankfurt-sýningunni 2011.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir