Mjög stór kiljusamningur í Þýskalandi

29. janúar, 2010

Þrjár skáldsögur Hallgríms Helgasonar væntanlegar í kilju í Þýskalandi.

Gengið hefur verið frá samningi um útgáfu á þremur skáldsögum eftir Hallgrím Helgason við eitt virtasta og öflugasta kiljuforlag í Þýskalandi, dtv (Deutscher Taschenbuch Verlag). Um er að ræða skáldsögurnar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, Rokland og 101 Reykjavík. Kiljur eru mjög ráðandi á þýskum bókamarkaði og slík útgáfa tryggir bókum meiri sölu og lengri líftíma í búðum.

Þegar hafa þrjár bækur Hallgríms komið út á þýsku í hefðbundinni harðspjaldaútgáfu, hjá forlaginu Klett-Cotta í Stuttgart, og sú fjórða, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er væntanleg um miðjan febrúar undir titlinum Zehn Tipps, das Morden zu beenden und mit dem Abwasch zu beginnen. Er kiljusamningurinn einkum til kominn vegna þeirrar bókar en hún hefur þegar fengið góðar viðtökur í Danmörku og Hollandi.

Kiljusamningurinn er mjög myndarlegur og ber vitni um trú forlagsins á höfundinum og verkum hans, og sýnir líka að gert er ráð fyrir að það muni hafa góð áhrif á íslenskar bækur á þýskum markaði að Íslandi skuli verða heiðursgestur á Frankfurt-sýningunni 2011.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir